fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Halldór Benjamín slapp undan 25 milljóna skuld: „Þetta er bara það sem var gert og það var fullkomlega eðlilegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 11:07

Halldór Benjamín Þorbergsson er formaður SA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók 25 milljóna króna lán frá þáverandi vinnuveitanda, fjárfestingafélaginu Milestone, til að kaupa hlutabréf í fjárfestingabankanum Askar Capital. Stundin greinir frá því í dag að lán þetta hafi fengist afskrifað að mestu eftir að Halldór lauk störfum hjá Milestone.

Lykilstarfsmönnum Milestone bauðst að kaupa hlutabréf í dótturfyrirtækinu Askar Capital og fengu til þess lán.

Viðskiptablaðið greindi frá því árið 2011 að fimm lykilstarfsmenn Milestone hefðu skuldskeytt lánum sem þeir hefðu tekið til að kaupa hlutabréf í Öskum Capital yfir á félög í sinni eigu snemma árs 2008 og losuðu sig þar með undan persónulegum ábyrgðum. Þetta taldi skiptastjóri Milestone, Grímur Sigurðsson, vera sterka vísbendingu um að Halldór Benjamín og hinir fjórir starfsmennirnir hafi vitað að Milestone stefndi í þrot.

Ári síðar höfðu tíu félög sem tengdust kaupunum á hlutabréfum Askar Capital verið tekin til gjaldþrotaskipta. Af þeim voru átta í eigu eignarhaldsfélagsins Hrímbaks ehf.

Hrímbakur ehf. var áður í eigu Halldórs Benjamíns og var lánið frá Milestone skráð á það félag.  Stundin greindi frá því að í skýrslu stjórnar í ársreikningi Hrímbaks segi Halldór : „Í maí árið 2009 tilkynnti Askar Capital að fyrirtækið hefði lokið við fjárhagslega endurskipulagningu sína sem leiddi til þess að hlutafé félagsins var fært niður að fullu. Þar af leiðandi er eina eign félagsins, hlutabréf í Askar Capital, verðlaus og hefur verið fært niður að fullu. Stjórn Hrímbaks ehf. hefur átt í viðræðum við lánardrottna sína en framtíð félagsins er mjög óljós og þessum viðræðum er ekki lokið.“

Hrímbakur ehf. átti 0,2 prósent hlut í Askar Capital. Halldór Benjamín var skráður stjórnarmaður félagsins 2009 en ári síðar var fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, Guðmundur Ólason, tekinn við keflinu.  Guðmundur tók við eftir að eignarhaldsfélag hans tók yfir Hrímbak ehf.

Þarna var ljóst að Hrímbakur ehf. væri á leið í þrot. Í skýrslu stjórnar félagsins í ársreikningi fyrir 2010 segir að eina eign félagsins, hlutabréfin í Askar Capital séu verðlaus og hafi verið afskrifuð í bókum félagsins.

Halldór Benjamín segir að Guðmundur hafi ákveðið að taka yfir þau félög sem tengdust kaupum hlutabréfa í Öskum Capital. „Fyrrverandi forstjóri Milestone ákvað að taka yfir þau félög sem tengdust kaupum starfsmanna í Askar Capital. Félagið var verðlaust og framselt án endurgjalds,“ segir í svörum Halldórs til Stundarinnar.  Halldór segir að starfsmenn hafi ekki verið krafðir um persónulegar ábyrgðir á lánunum frá Milestone. Hann hafi samið við skiptastjóra Milestone um kaupa á kröfunni á hendur Hrímbak.

Í frétt Stundarinnar er það sagt ljóst að engar viðskiptalega forsendur hafi legið að baki eigendaskiptunum á Hrímbak. Félagið var á leið í gjaldþrot og Halldór hafi því losað sig við það og kom þar af leiðandi hvergi nærri gjaldþrotinu, þó hann hafi staðið að baki skuldsetningunni. Hann var þó áfram prókúruhafi til ársins 2012.

Fyrrverandi forstjóri Askar Capital, Tryggvi Þór Herbertsson, sagði í samtali við DV árið 2009 að ofangreind viðskipti væru eðlileg. „Þetta er bara hefðbundið og eins og hlutirnir gengu fyrir sig á þessum tíma. Askar er einkahlutafélag en ekki almenningshlutafélag þannig að ekki var verið að svína á neinum. Hugsunin er sú að hagsmunir mínir og félagsins fari saman. Þetta er bara það sem var gert og það var fullkomlega eðlilegt á þeim tíma þó það megi setja spurningarmerki við þetta í dag.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki