fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Rúmlega 90 prósent landsmanna vilja gera bólusetningar að skyldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 08:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 94 prósent svarenda sögðust vilja gera bólusetningar barna að skyldu eða að það verði gert að skilyrði að börn séu bólusett fyrir inntöku á leikskóla.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þrjú prósent sögðust hlutlaus varðandi málið og þrjú prósent voru frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu.

Hvað varðar að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla sögðust rúmlega 90 prósent hlynnt því, 3,4 prósent voru hlutlaus og rúmlega 5 prósent andvíg.

Minnsti stuðningurinn við ofangreint mældist hjá þeim sem hafa lokið framhaldsprófi í háskóla en hann mældist um 90 prósent hjá þessum hópi.

Haft er eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnarlækni, að ekki sé hægt að segja að Íslendingar standi sig illa í bólusetningum en það sé hægt að gera betur. Landlæknisembættið stefnir á að bólusetningarhlutfallið sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90 til 95 prósent. Þórólfur segir að ástæðan sé líklegast innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Hann hafi lagt til að það verði lagað og séð hverju það skilar áður en rætt er um skyldu til bólusetninga.

Hann segir að lítill hópur fólks sé á móti bólusetningum en rannsóknar benda til að það sé um tvö prósent mannfjöldans. Þórólfur segist óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þennan hóp.

2.500 manns voru í úrtaki könnunarinnar og svöruðu 1.146.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“