fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ekki tímabært að gera pólsku að opinberu tungumáli: „Myndi auðvitað kosta heilmikið“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er efins um að rétt sé að gera pólsku að opinberu tungumáli hér á Íslandi. Sú umræða hefur verið tekin í mánuðinum enda fjölgar Pólverjum ört hérna og eru nú orðnir sautján þúsund. Pawel er sjálfur pólskur að uppruna, fæddur í Poznan borg árið 1980. Hann flutti hingað ungur með foreldrum sínum.

Margir Pólverjar sjálfir með efasemdir

„Ég hef fylgst með þessu en hef ekki beint verið talsmaður þessarar leiðar“ segir Pawel í samtali við DV. „Jafn vel þó að þessi leið myndi koma minni fjölskyldu vel, enda eru sumir þar löggiltir skjalaþýðendur.“

Ásmundur Alma Guðjónsson opnaði þessa umræðu á Pírataspjallinu á föstudag og spannst heilmikil umræða um þetta þar. Þá skrifaði íslenskukennarinn Arngrímur Vídalín heilmikla grein til stuðnings hugmyndinni í Stundina í byrjun febrúarmánaðar.

Helstu kostir þess að gera pólsku að opinberu tungumáli væri að fólk gæti betur skilið réttindi sín og skyldur. Gagnrýnendur hugmyndarinnar hafa bent á að þetta gæti latt pólska innflytjendur til að læra íslensku.

„Þessi leið myndi þíða heilmikla breytingu“ segir Pawel. „Til dæmis gæti fólk mætt fyrir dóm með skjöl á pólsku. Mér finnst þetta athyglisverðar hugmyndir en hef á tilfinningunni að þetta sé ekki tímabært. En það hefur einnig verið nefnt að Pólverjar hér á Íslandi eru hlutfallslega fjölmennari en sænskumælandi Finnar.“ Í Finnlandi er sænska opinbert tungumál.

Pawel hefur fylgst með umræðunni hjá pólskum innflytjendum um þetta mál.

„Það eru skiptar skoðanir hjá þeim og líklega örlítið fleiri sem hafa efasemdir. Það er vegna ákveðinnar íhaldssemi held ég.“

Myndi kosta mikið

Eruð þið hjá borginni með stefnu um að þýða upplýsingar á pólsku?

„Nei. Við hjá Viðreisn erum allavega með þá stefnu að þýða sem flesta hluti á ensku og það mætti gera betur í þeim efnum. Sérstaklega í atvinnutengdum hlutum eins og til dæmis starfsleyfum. En varðandi þessa hugmynd að gera pólsku að opinberu tungumáli, þá yrði kerfið að vera tvítyngt og ekki aðeins hvað varðar þýðingar. Það þyrfti að vera virkur skilningur hjá embættismönnum. Stofnanir þyrftu að geta brugðist við og svarað erindum sem bærust á pólsku. Það myndi auðvitað kosta heilmikið.“

Þyrftu þá opinberar stofnanir að bæta við sig pólskumælandi fólki?

„Já, þær þyrftu að gera það. Enskan talsvert auðveldari fyrir stofnanirnar og þær eru að stórum hluta móttækilegar. Það er hægt að gera fullt að hlutum til að efla þá tungumálaflóru sem hér er án þess að við förum að taka einstök tungumál út fyrir og segja að þeir sem hafi það að móðurmáli geti fengið afgreiðslu en ekki aðrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala