fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Reyndu að komast úr landi með þýfi: Gripnir í Leifsstöð með dýra merkjavöru

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. febrúar 2019 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu afskipti af fjórum erlendum karlmönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að mennirnir höfðu dvalið hér á landi í viku og voru þeir grunaðir um að hafa stundað þjófnaði á skipulagðan hátt.

„Í handfarangri þeirra fannst umtalsvert magn af meintu þýfi og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð. Varningurinn samanstóð einkum af fatnaði, þar á meðal dýrri merkjavöru, vítamínum og öðrum fæðubótarefnum. Mennirnir voru yfirheyrðir og héldu eftir það úr landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda