fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Efling leggur fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 07:35

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) lögðu á miðvikudaginn fram tilboð um þriggja ára kjarasamning í viðræðum sínum við fjögur stéttarfélög. Þetta eru Efling, VR, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness. Samninganefnd Eflingar fundaði í gærkvöldi um tilboðið og ákvað að leggja fram gagntilboð í dag.

Skýrt er frá þessu á vef Eflingar. Þar segir að í gagntilboðinu sé komið til móts við launahækkunartilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar.

Einnig kemur fram að stjórn Eflingar og samninganefndin hafi samþykkt ályktun um skattastefnu. Í henni felist að fyrsta skrefið fælist í skattatillögum Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar sem þeir mótuðu í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Í henni er lagt til að tekjuskattur 90% almennings lækki en tekjuhæstu 5% greiði meira í skatt.

” Stjórn­in og samn­inga­nefnd­in krefjast þess að aðgerðirn­ar sem skýrsl­an legg­ur til verði inn­leidd­ar „strax á næstu fjár­lög­um, og að skatt­byrði tekju­lægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“

Segir á vef Eflingar.

Stéttarfélögin fjögur funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 11.15 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“