fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Fréttir

Þingnefnd skoðar starfsemi Útlendingastofnunar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að óska eftir frekari upplýsingum frá Ríkisendurskoðun um Útlendingastofnun. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að þegar Ríkisendurskoðun kynnti nefndinni skýrslu um Útlendingastofnun hafi fleiri spurningar vaknað sem verða sendar til Ríkisendurskoðunar sem muni svara þeim á næstu vikum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Helgu Völu að þegar þessar upplýsingar liggi fyrir muni fulltrúar Útlendingastofnunar verða kallaðir til fundar með nefndinni sem muni í kjölfarið taka afstöðu til hvort hægt er að ljúka umfjöllun um stofnunina eða hvort hún telji þörf á að bregðast við.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um starfsmannamál Útlendingastofnunar en starfsmannafjöldinn hefur þrefaldast á tæpum áratug. Meðal nýrra starfsmanna er fólk með litla reynslu sem var ráðið í tengslum við átaksverkefni stjórnvalda gegn atvinnuleysi. Í skýrslunni er sett fram gagnrýni á að starfsfólk hafi engar verklagsreglur til að starfa eftir en slíkar reglur gætu stuðlað að faglegri vinnubrögðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stunginn í Vallarhverfi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gjaldþrot Guðna bakara – Aðeins milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur

Gjaldþrot Guðna bakara – Aðeins milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stórþjófur í fangelsi eftir skrautlegan brotaferil – Milljónir á milljónir ofan – Hrækti í andlit afgreiðslustúlku

Stórþjófur í fangelsi eftir skrautlegan brotaferil – Milljónir á milljónir ofan – Hrækti í andlit afgreiðslustúlku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum

Þórólfur óttast að faraldurinn sé á uppleið aftur – Kemur til greina að fresta tilslökunum