fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

„Þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. september 2018 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rannsóknir erlendis sýna að fjarvistir vegna veikinda eru að meðaltali 2-3 sinnum meiri hjá fólki með vefjagigt en öðrum, á Íslandi var vefjagigt skráð ástæða örorku hjá tæplega fjórðungi kvenna á örorkubótum árið 2005. Já, tæplega fjórðungi, þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Sigrúnar Baldursdóttur sjúkraþjálfara, Eggerts S. Birgissonar sálfræðings og Arnórs Víkingssonar gigtarlæknis í Fréttablaðinu í dag. Þar fara þau yfir stöðu vefjagigtar á Íslandi en Sigrún, Eggert og Arnór eru stofnendur Þrautar ehf. Öll hafa þau sértæka þekkingu á heilkenni vefjagigtar og tengdum sjúkdómum.

Lady Gaga með vefjagigt og aflýsti 10 tónleikum

Í byrjun greinarinnar segja þau frá því að bandaríska tónlistarkonan Lady Gaga hafi þurft að aflýsa síðustu tíu tónleikum sínum á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu vegna vefjagigtar.

„Þetta fannst okkur vera athyglisverð frétt því það hefur yfirleitt þótt frekar niðurlægjandi að viðurkenna að maður hafi vefjagigt, hvað þá að vefjagigtin trufli vinnugetuna. Á Íslandi eru á bilinu sex til þrettán þúsund einstaklingar með vefjagigt og þó vefjagigt sé mun algengari hjá kvenfólki er hátt á annað þúsund karla með vefjagigt. Þetta er ekki bara kvennasjúkdómur.“

Magnari sem er of hátt stilltur

Í viðtali við DV fyrr á þessu ári sagði Arnór að líkja mætti líkama með vefjagigt við rafmagnsgítar og magnara.

„Þegar þú tekur í strenginn á rafmagnsgítar þá er það álag á líkamann. Þeir sem eru með vefjagigt eru með magnara sem er of hátt stilltur. Fólk með vefjagigt er bara með bilaðan magnara, það er of næmt fyrir verkjum og verkirnir vara lengur.“

Mikilvægt að taka strax á sjúkdóminum

Í grein sinni segja þau að vefjagigt hafi áhrif á færni og lífsgæði fólks. Fyrstu einkenni komi gjarnan fram á unglingsaldri, stundum fyrr en stundum seinna.

„Framan af er kvörtunum einstaklinganna oft lítill gaumur gefinn: Stoðkerfisverkir með nokkurri þreytu og misjöfnum svefni. „Þetta lagast“ er viðkvæðið, eða „smá verkir skaða engan“. Margir unglinganna eru jafnframt með mismikil einkenni depurðar eða kvíða, eins og algengt er orðið í íslensku nútímasamfélagi, og það er líklegra að foreldrarnir og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar beini athygli sinni að þeim vanda. Sú vakning sem orðið hefur í samfélaginu um geðheilbrigði er tímabær og góð en má ekki verða til þess að unglingar og ungt fólk með langvinna stoðkerfisverki gleymist,“ segir í greininni og því bætt við að vefjagigt sé alvörumál sem mikilvægt er að takast á við á fyrri stigum sjúkdómsins. Um sé að ræða krónískan sjúkdóm, ekki tímabundið vandamál sem lagast. Rétt inngrip á réttum tíma geti skilað góðum árangri, sjúklingnum og samfélaginu til bóta.

Ekki prentvilla

„Já, við byrjuðum þessa hugvekju á að nefna frétt um Lady Gaga til að sýna hversu alvarleg áhrif vefjagigt getur haft á líðan og starfsgetu fólks – að fella niður 10 risatónleika kostar hundruð milljóna og það leikur sér enginn að því að tapa slíkri upphæð. Rannsóknir erlendis sýna að fjarvistir vegna veikinda eru að meðaltali 2-3 sinnum meiri hjá fólki með vefjagigt en öðrum, á Íslandi var vefjagigt skráð ástæða örorku hjá tæplega fjórðungi kvenna á örorkubótum árið 2005. Já, tæplega fjórðungi, þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða?“

Í greininni benda þremenningarnir á að verið sé að gera ýmislegt fyrir vefjagigtarsjúklinga í dag. Þeir fari til lækna, sjúkraþjálfara og í endurhæfingu en staðreyndin sé engu að síður sú að skipulag þjónustunnar sé ómarkvisst og brotakennt.

„Allt of oft er gagnreyndri meðferð ekki beitt fyrr en einkennin eru orðin alvarleg og færniskerðing einstaklingsins mikil. Því til stuðnings má nefna að af þeim vefjagigtarsjúklingum sem er vísað í greiningu og meðferð til Þrautar ehf., sem er sérhæft meðferðarúrræði fyrir vefjagigt, eru 60% einstaklinganna þá þegar með vefja­gigt á alvarlegu stigi en aðeins 4% með sjúkdóm á mildu stigi.“

Óásættanleg staða

Þá segja að þau að skoðun á atvinnustöðu vefjagigtarsjúklinga á fyrri hluta síðasta árs hafi leitt í ljós að við fyrstu komu í Þraut hafi aðeins 34 prósent verið með fulla vinnufærni, 24 prósent með skerta vinnufærni, 15 prósent voru langtímasjúkraskráðir og 23 prósent voru á 75 prósent örorku. „Þessi staða er að okkar mati óásættanleg. Stöðunni má líkja við að ásættanlegt þætti að beita ekki sérhæfðum inngripum við krabbameini fyrr en meinið hefur dreift sér um líkamann.“

Meiri skimun og markvissari nálgun

Í grein sinni skora þremenningarnir á Alþingi, heilbrigðisyfirvöld, forstöðumenn heilsugæslunnar, Virk endurhæfingarsjóð, Gigtarfélag Íslands og aðra hlutaðeigandi aðila til samræðu og aðgerða í málefnum vefjagigtarsjúklinga.

„Íslenskt samfélag hefur alla burði til að taka af meiri krafti og fagmennsku á málefnum vefja­gigtarsjúklinga því þekkingin er svo sannarlega til staðar,“ segir í greininni og því bætt við að þau öll séu reiðubúin að taka virkan þátt í slíku skipulagsstarfi. Það þurfi þó að fela í sér ákveðin atriði og eru þau nefnd hér að neðan:

„Almennari skimun en nú tíðkast fyrir vefjagigt innan heilsugæslunnar ásamt mati á alvarleikastigi sjúkdómsins, en matslistar þessu viðkomandi eru nú þegar til á heimasíðu Þrautar öllum frjálsir til afnota.

Markvissari nálgun innan heilsugæslunnar varðandi meðferð vefja­gigtar sem byggir á gagnreyndum niðurstöðum en ekki persónulegu mati heilbrigðisstarfsmanna á því hvað eigi að gera.

Skilvirkari tengingu og samstarfi milli heilsugæslunnar og sérhæfðari mats- og meðferðarstofnana.

Virkara samstarf og samtal milli heilsugæslunnar, Virk starfsendurhæfingarsjóðs og endurhæfingarstofnana varðandi meðferðaráætlun fyrir skjólstæðinga sem eru þegar komnir með slaka vinnufærni eða eru óvinnufærir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Í gær

Líf borgarfulltrúi týndi páfagauk – „Ég er að farast úr samviskubiti“

Líf borgarfulltrúi týndi páfagauk – „Ég er að farast úr samviskubiti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“