fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Aðstoðarkona forsætisráðherra tjáir sig fjálglega um salernismálin: „Það er ógeðslegt að þurfa að setjast á klósett sem er pissað í standandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. júlí 2018 22:28

Halla Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflegar umræður hafa orðið um almenningssalerni undanfarið eftir að borgarráð ályktaði nýlega þess efnis að stefnt væri að því að starfsmannasalerni Reykjavíkurborgar yrðu hér eftir ókyngreind. Síðar kom á daginn að ályktun stangast á við reglugerðir Vinnueftirlitsins um vinnustaðasalerni þar sem kveðið er á um að karla- og kvennasalerni skulu vera aðskilin á vinnustöðum með tiltekinn starfsmannafjölda.

Ein af þeim mörgu sem lagt hafa orð í belg er Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra. Halla telur að íslenskir karlmenn séu ekki nógu vel uppaldir til að geta deilt salerni með konum. Halla skrifar í pistli á Facebooksíðu sinni:

„Ég held að að Svíar séu komnir aðeins lengra en við í að ala upp karla sem bera virðingu fyrir konum.“

Halla skrifar enn fremur:

Ég er mjög æst yfir klósettmálum. Þetta er rammfemínískt viðfangsefni, enda upplifun fólks af salernum mjög ólík eftir kyni. Upplifun hreyfihamlaðra af salernum er líka önnur, sem og fólks sem starfar með hreyfihömluðum (og klósettið þar af leiðandi hluti af vinnustað). En út frá sjálfri mér vil ég bara segja það að ég vil ekki deila almenningssalernum með fólki sem pissar að jafnaði standandi og allra síst með körlum sem pissa standandi. Við erum alls ekki nógu góð í að ala karla upp í að huga að þörfum kvenna (og annarra sem sitja á klósettum). Það er ógeðslegt að þurfa að setjast á klósett sem er pissað í standandi skrilljón sinnum á dag. Og svo er ég búin að fá nóg af röðum á klósett. Og mér finnst að skiptiaðstaða fyrir börn eigi ekki endilega að vera á klósettinu þar sem hjá því er komist. Ég þakka þeim sem á hlýddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út