fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
FréttirPressan

Tímamót í sögu Svíþjóðar – Carl XVI Gustaf setur met í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 12:19

Carl XVI Gustaf konungur Svíþjóðar. Mynd/Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, fimmtudaginn 26. apríl 2018, setur Carl XVI Gustaf konungur Svíþjóðar met en hann hefur nú setið á konungsstóli í 44 ár og 223 daga. Þar með hefur hann setið lengst allra á konungsstóli, og eru drottningar þá einnig taldar með, í þúsund ára sögu Svíþjóðar. Fyrra metið var frá fjórtándu öld en þá sat Magnus Eriksson á konungsstóli frá 1319 (þegar hann var þriggja ára) þar til 1364 eða í 44 ár og 222 daga.

Langlífi er þekkt í fjölskyldu Carl XVI Gustaf en afi hans og langafi komust báðir á tíræðisaldur. En það má kannski teljast merkilegra met hjá Magnus Eriksson að hafa setið á konungsstóli í 44 ár og 222 daga því á hans tíma var mikill óróleiki í samfélaginu og ástandið oft hættulegt auk þess sem læknisfræðin hafði ekki náð mjög langt.

Carl XVI Gustaf á þó enn langt í land með að ná Elísabetu II Bretadrottningu sem hefur nú setið á drottningarstólnum og ríkt í heil 65 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi