fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Drápu 29 kindur í Loðmundarfirði

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um síðustu helgi var farinn leiðangur í Loðmundarfjörð til að ná því sem eftir var af fé sem hefur verið í lausagöngu í firðinum, án eftirlits og fóðrunar. Tuttugu og níu kindur fundust og voru þær allar felldar.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Fimm manna hópur fór í Loðmundarfjörð laugardaginn 10. mars. Hann var skipaður dýraeftirlitsmanni Matvælastofnunar og fjórum aðstoðarmönnum. Þetta kemur fram í skeyti frá Matvælastofnun. Ástandið á skepnunum var misjafnt en flestar vor kindurnar horaðar þar sem beit er lítil á svæðinu. Þá voru sumar ærnar lembdar. Telur sérfræðingur hjá Matvælastofnun að kindurnar hafi gengið lausar í nokkurn tíma þar sem dýrin voru stygg.

Matvælastofnun hefur ítrekað haft afskipti af öðru búinu á undanförnum árum. Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar að fullu og hefur fé frá bænum fundist í Loðmundarfirði að vetrarlagi. Var bóndanum gefinn frestur til 1. febrúar til að endurheimta fé sitt úr firðinum, sem hann gerði að hluta. Skyggni var ekki gott þegar hópurinn var í Loðmundarfirði og því ekki hægt að útiloka að fleiri skepnur séu nú í firðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“

Kona með hjarta úr gulli kom Pétri til bjargar í Kópavogi: „Guð blessi þig yndislega kona“
Fréttir
Í gær

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“