fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Neyðarkall úr norðri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. desember 2018 21:00

Bugøynes Kóngakrabbinn breytti öllu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúarnir í litla þorpinu voru orðnir örvæntingarfullir um framtíðina. Fiskveiðistjórnunarkerfinu hafði verið breytt og allt stefndi í að þorpið færi í eyði. Fiskurinn, sem tilvera þorpsins byggðist á, kom ekki lengur á land þar. Fólk missti vinnuna. Þetta gerðist vegna þess að togari þorpsins, sem var í eigu fiskvinnslunnar þar, fékk leyfi til að landa afla sínum annars staðar. Gjaldþrot var óumflýjanlegt og sendi þorpið inn í svartnættið.

Þetta var staðan í Bugøynes í Norður-Noregi fyrir 30 árum. Hugsanlega sjá einhverjir ákveðna líkingu í þessu máli við þá stöðu sem stundum hefur komið upp í sjávarbyggðum hér á landi.

Íbúarnir í Bugøynes brugðust við þessu með því að senda út neyðarkall.

„Er einhver staður í sunnanverðum Noregi sem gæti hugsað sér fólksfjölgun upp á ca. 300 manns?“

Þetta vakti ekki bara athygli norskra fjölmiðla heldur einnig fjölmiðla víða um heim. En síðan kom innrásarherinn úr austri.

Bugøynes er í aðeins um sjö kílómetra fjarlægð frá rússnesku landamærunum og stendur við sjóinn, hið risastóra Barentshaf. Þorpið er einnig kallað Pikku-Suomi (Litla-Finnland) því á nítjándu öld settust finnskir innflytjendur þar að.

Staðan í þorpinu var eins og fyrr segir grafalvarleg og það segir sig sjálft að það er ekki góð staða þegar 40–50 manns eru á atvinnuleysisskrá í ekki stærra byggðarlagi. Eftir 80 vikna atvinnuleysi missti fólk bæturnar og örvænting greip um sig. Þá fékk það hugmynd. Basar var haldinn og peningum safnað. Þeir voru síðan notaðir til að borga fyrir auglýsingu í dagblaðinu Dagbladet og þar birtist fyrrgreindur texti sem náði athygli heimsbyggðarinnar.

Norska ríkisútvarpið segir að í auglýsingunni hafi komið fram að þorpsbúar vildu flytja saman eitthvert suður fyrir Þrændalög. En auglýsingin breytti svo sem ekki miklu, vinnan jókst ekki í þorpinu og það gerði bjartsýnin heldur ekki. Finnar buðu fram aðstoð sína enda hafði þorpið bjargað mörgum Finnum á nítjándu öld. En ekkert varð úr þeim hugmyndum sem var varpað fram.

Auglýsingin náði þó einu markmiði þorpsbúa, að hrinda af stað umræðu um fiskveiðistefnuna og þau áhrif sem afnám skyldu stórra skipa til að landa fiski í ákveðnum byggðarlögum hafði. Þessi umræða er enn í gangi 30 árum síðar.

 

Innrásin að austan

Trillukarlar gerðu hvað þeir gátu til að bjarga sér og stunduðu útgerð. Í upphafi tíunda áratugarins fóru þeir síðan að koma í land með ónýt net. Stór krabbategund var komin á svæðið og flæktist í netin og ruglaði menn í ríminu. Hér var um algjöra plágu að ræða, netin eyðilögðust og aflinn dróst saman. Þarna var komin krabbategund sem rússneskir vísindamenn höfðu sótt í Kyrrahaf og sleppt við norðvesturhluta Rússlands. Nú var hún komin lengra vestur og það ekki í neinum smá hópum.

Sumir höfðu áhyggjur af þessu og hugleiddu hvort krabbinn myndi ekki bara reka smiðshöggið á dauða byggðarlagsins. En það sem gerðist hafði engin séð fyrir eða getað ímyndað sér.

Þorpsbúar höfðu heyrt að þessi krabbategund væri eftirsótt og því reyndu þeir fyrir sér í sölu hennar til veitingahúsa en salan var lítil, aðeins nokkur kíló hér og þar. En baráttuglaðir þorpsbúar gáfust ekki upp því þeir höfðu heyrt að þessi krabbategund, kóngakrabbi, væri eftirsótt víða í Evrópu og að veitingastaðir flyttu þá inn frá Alaska. Þeir sendu því prufu til stórs fiskveitingastaðar í Brussel og fylgdu málinu síðan eftir með að taka þátt í stórri matarhátíð í borginni. Þetta var upphafið að góðri sölu veitingastaðarins á kóngakrabba næstu árin. Þorpsbúar höfðu fundið bjargvætt sinn. Nokkrir þorpsbúar fóru til Alaska til að læra af heimamönnum hvernig ætti að veiða krabbann og aðrir fóru til Asíu til að koma vörunni í sölu þar.

Mikil samkeppni er í sölu á kóngakrabba en hann er veiddur af stórum skipum eins og sjá má í sjónvarpsþáttunum „Deadliest catch“. Íbúarnir í Bugøya ákváðu að fara aðra leið og markaðssettu krabbann sem „Friendliest catch“. Saga þeirra af sjálfbærum veiðum á litlum bátum í hinu dimma og kalda umhverfi lengst í norðri vakti athygli og sló í gegn. Þeir gátu því selt krabbann á hærra verði en samkeppnisaðilarnir.

Enn er því búið í Bugøya og veiðar á kóngakrabba stundaðar. Ef krabbinn hefði ekki komið eru flestir þorspbúar sannfærðir um að þorpið hefði lagst í eyði og þar væri nú aðeins sumarhúsabyggð. En nútíminn býður upp á meira en bara krabbaveiðar því ferðamenn eru farnir að leggja leið sína norður eftir og á veturna kemur töluverður fjöldi Asíubúa gagngert til að baða sig í ísköldu Barentshafinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum