fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Verðtrygð lán heimilanna dragast mikið saman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember voru uppgreiðslur verðtryggðra húsnæðislána hærri en nýjar lántökur. Þetta er í fyrsta sinn frá 2015 sem þetta gerist. Verðtryggð lán banka til heimila, með veði í húsnæði, drógust saman um tæpan milljarð í nóvember. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabankanum sem byggja á upplýsingum frá viðskiptabönkunum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Í nóvember lánuðu bankarnir heimilunum, með veði í íbúðarhúsnæði, 14,3 milljarða þegar tillit hefur verið tekið til uppgreiðslna. Aldrei fyrr hafa bankarnir lánað jafnmikið í formi óverðtryggðra lána til heimilanna í einum mánuði.

Í október og nóvember lánuðu bankarnir heimilunum tæplega 24 milljarða í óverðtryggðum lánum en það er álíka há upphæð og þeir lánuðu allt árið í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni
Fréttir
Í gær

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“