fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ráðherra með þvagleggjamálið á sínu borði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 06:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er nú komin með þvagleggjamálið á sitt borð en eins og DV skýrði frá í gær segir Páll Ingvarsson, sérfræðilæknir á Grensásdeild, að Sjúkratryggingar Íslands hafi samið um kaup á þvagleggjum sem geti valdið aukinni hættu á sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun.

Fréttablaðið skýrir frá því í dag að málið sé nú komið inn á borð Svandísar og velferðarnefndar þingsins. Haft er eftir Bergi Þorra Benjamínssyni, formanni Sjálfsbjargar, að hann undrist vinnubrögð Sjúkratrygginga sem hann segir skaffa sjúklingum annars flokks vöru.

Blaðið hefur eftir Svandísi að hún hafi kallað eftir upplýsingum frá Sjúkratrygginum um málið en geti ekki tjáð sig frekar um það á þessu stigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri