fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Segir “einhvern snilling” hafa ætlað að spara ríkinu 50-60 krónur á hvern þvaglegg – Getur haft alvarlegar afleiðingar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, gagnrýnir nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi sem tók gildi nýverið. Hann segir að samningurinn ógni heilsu þeirra sem þurfa að nota þvagleggi. Páll telur að sparnaður í útboði Sjúkratryggigna hafi í för með sér að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Björk Pálsdóttur, sviðsstjóra hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga, að samið hafi verið við fjögur fyrirtæki um kaup á þvagleggjum en útboðið var byggt á kröfulýsingu fagfólks að hennar sögn.

Sjúkratryggingar telja því að vörurnar uppfylli þarfir notenda að hennar sögn. Páll er þessu ósammála.

„Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“

Er haft eftir Páli sem segir að þessi þvagleggir auki lífsgæði sjúklinga og geti þessir lipru þvagleggir skipt sköpum um hvort fólk geti unnið utan heimilisins því mun auðveldara sé að losa þvagblöðru með leggjum sem er hægt að opna og loka að vild því það sé hægt að gera næstum því hvar sem er.

„Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra. Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“

Segir Páll sem telur að þetta geti að einhverju leyti verið lífshættulegt fyrir sjúklinga sem þurfa að nota þvagleggi.

„Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg. Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“

Segir hann.

Sjálfsbjörg, landssamtök fatlaðra, hafa farið fram á að velferðarnefnd Alþingis kalli eftir skýringum frá Sjúkratryggingum og ráðuneyti velferðarmála á hvers vegna mörgum vörum hafi verið hafnað í útboðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“