fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Spá demókrötum meirihluta í fulltrúadeildinni – Repúblikanar halda meirihluta sínum í öldungadeildinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 04:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er verið að telja atkvæði í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Nú er orðið ljóst að repúblikanar halda meirihluta í öldungadeildinni en þeir eru nú með 50 þingsæti. Enn á eftir að úthluta 12 sætum en þótt demókratar fái þau öll ná þeir ekki meirihluta þar sem þá verða þeir með 50 sæti eins og repúblikanar. Þegar sú staða kemur upp fer varaforsetinn með oddaatkvæði og hann er repúblikani.

Stóru fréttamiðlarnir NBC, Fox News, CNN og Sky spá demókrötum meirihluta í fulltrúadeildinni. Eins og staðan er núna hafa repúblikanar fengið 122 sæti en demókratar 105. Það á því enn eftir að úthluta 209 sætum en samkvæmt spám þessara fréttamiðla fá demókratar meirihluta þeirra og ná þannig að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki