Laugardagur 29.febrúar 2020
Fréttir

Elsti skjólstæðingur Fjölskylduhjálpar Íslands er 97 ára – Geta líklega ekki aðstoðað alla sem þurfa aðstoð fyrir jólin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 07:01

Beðið eftir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólin nálgast og margir eru með kvíðahnút í maga vegna þeirra enda töluverð fjárútlát yfirleitt tengd hátíðinni. Margir leita aðstoðar hjálparsamtaka, þar á meðal Fjölskylduhjálpar Íslands, til að geta haldið upp á jólin. En hjá Fjölskylduhjálp Íslands óttast fólk að samtökin nái ekki að hjálpa öllum þeim sem þarfnast hjálpar.

„Elsti einstaklingurinn sem leitar til okkar er 97 ára. Það er mikið af eldra fólki sem býr við kröpp kjör.“

Hefur Morgunblaðið eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands, um stöðuna í dag en blaðið fjallar um málið í dag. Haft er eftir henni að fátækt á Íslandi sé falin og fólk sé almennt ómeðvitað um líf þeirra sem þurfa að lifa á lágmarksframfærslu, stærstu hóparnir séu öryrkjar, eldri borgarar og lágtekjufólk.

„Ég hef aldrei verið eins kvíðin og fyrir þessi jól. Ástandið hefur verið mjög slæmt og við gengum verulega á matarsjóðinn okkar í sumar. Ég efast um að við getum hjálpað öllum fyrir þessi jól.“

Segir Ásgerður um stöðuna þetta árið. Fjölskylduhjálpin úthlutar matvælum fyrir jólin 17. og 19. desember í Iðufelli og Reykjanesbæ.

Morgunblaðið hefur Önnu H. Pétursdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að hún reikni með að 800 til 900 manns sæki um aðstoð hjá samtökunum. Aðsóknin sé aðeins minni í ár en þeir sem óski aðstoðar séu öryrkjar, eldri borgara og fólk sem hefur farið illa út úr lífinu. Barnafjölskyldur virðist hafa það skárra en áður þar sem þeim hafi fækkað í umsækjendahópnum. Mæðrastyrksnefndin veitir hátt í 30 milljónir í aðstoð fyrir jólin að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingurinn sem sýktist af COVID-19 var í skíðaferð á Ítalíu með fjölskyldunni

Íslendingurinn sem sýktist af COVID-19 var í skíðaferð á Ítalíu með fjölskyldunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta kemur ekki á óvart,“ segir Inga Sæland um tíðindin af Coronu-veirunni

„Þetta kemur ekki á óvart,“ segir Inga Sæland um tíðindin af Coronu-veirunni
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári segir Einar hafa enga sómakennd og Eiríkur tekur undir: „Sleikir rassinn á valdinu“

Gunnar Smári segir Einar hafa enga sómakennd og Eiríkur tekur undir: „Sleikir rassinn á valdinu“
Fréttir
Í gær

Óttar lætur fjölmiðla heyra það – „Ég kalla þetta hamfarablæti“

Óttar lætur fjölmiðla heyra það – „Ég kalla þetta hamfarablæti“