fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Kristinn lætur dýraverndunarsinna heyra það – „Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. október 2018 11:33

Sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu. Mynd/Skjáskot úr fréttum Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst þetta svo mikið bull og sem betur fer nær þetta fólk engum árangri. Engum. Alveg sama hvar það er,“ sagði Kristinn Guðnason, sauðfjárbóndi í Árbæjarhjáleigu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Þetta sagði Kristinn í innslagi þar sem fjallað var um mótmæli dýraverndunarsinnar fyrir utan sláturhús SS á Selfossi. Það voru samtökin Reykjavík Animal Save sem boðuðu mótmælin sem voru nokkuð fjölmenn. Það voru ekki bara dýraverndunarsinnar sem létu sjá sig því hópur sem mótmælti mótmælunum mætti einnig á svæðið og grillaði SS-pylsur.

Kristinn skilur hvorki upp né niður í dýraverndunarsinnum og veltir fyrir sér hvers vegna heilbrigt fólk heldur að það nái árangri með því að „gaula fyrir framan eitthvert sláturhús og binda sig við vélar“ eins og hann orðaði það í fréttum Stöðvar 2 í gær.

„Þetta fólk hlýtur að vera mjög fáfrótt. Það hlýtur að vera það. En auðvitað eru margir með einhverja hugsun að það sé leiðinlegt að farga skepnum yfirleitt,“ sagði Kristinn sem varpaði fram þeirri spurningu hvað kæmi næst.

„Hvað tekur við hjá þessu fólki? Ég veit það ekki. Er þá ekki leyfilegt að farga blómum eða bíddu við, má veiða fisk? Er ekki fiskur lifandi? Ég hef aldrei fengið upphaf eða endir á þessu. Enda er ég alveg hættur að hugsa um þetta,“ sagði Kristinn.

Í lýsingu mótmælanna á Facebook kom fram að markmið þeirra væri að senda skýr skilaboð að dýr eigi rétt á frelsi. „Komið með okkur á samstöðuvöku fyrir dýrin. Við munum bera vitni þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar í Sláturhús Suðurlands. Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum.“

Innslagið í fréttum Stöðvar 2 í gær má sjá í heild sinni hér en þar er einnig rætt við þá sem stóðu fyrir mótmælunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum