fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Uppnám á glæpalausu eyjunni: „Nú þurfum við að setja upp öryggismyndavél“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 16. september 2018 09:30

Eyjan Gigha er fyrir utan ströndum Skotlands. Rúmlega 160 manns búa þar að jafnaði. Mynd/www.gigha.org.uk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á lítilli eyju fyrir utan strendur Skotlands eru í uppnámi eftir að fyrsti glæpurinn var framinn þar í 20 ár. Eyjan Gigha hefur verið þekkt sem „glæpalausa eyjan“ og auglýsti stolt að síðasti glæpurinn hafi verið framinn fyrir 20 árum þegar reiðhjóli var stolið.

Glæpurinn nú er öllu alvarlegri, rúmlega 300 þúsund krónum í reiðufé var stolið af hótelinu.

„Það var fullt hótel. Fólk í herbergjum og úti á bátum. Við erum öll í áfalli, þetta er eyja þar sem allir þekkja alla. Nú þurfum við að setja upp öryggismyndavél,“ segir Arthur Katilius, veitingastjóri á hótelinu í samtali við breska dagblaðið Metro. 160 manns búa á eyjunni.

Eyjan hefur áður verð í fréttum, árið 2002 keyptu íbúarnir eyjuna í sameiningu þegar landeigandinn setti hana á sölu. Hinn 82 ára Willie McSporran, sem var aðalhvatamaður þess á sínum tíma að íbúarnir eignuðust eyjuna, er miður sín vegna þjófnaðarins: „Það er skelfilegt að svona sé að gerast eftir öll þessi ár. Síðasti glæpurinn sem átti sér stað hér var fyrir 20 árum þegar reiðhjóli var stolið af bróður mínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum