Veðurstofan er búin að gefa út gula viðvörun vegna veðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, en spáð er stífri suðaustanátt, en slíku veðri fylgir fokhætta.
Spáð er að það byrji að bæta í vind um kl.15 og veðrið vari fram á nótt. Vindsyrkurinn gæti víða farið upp í 13-18 m/s og staðbundið geta hviður náð 30 m/s.
Fólk er beðið um að gæta vel að því að lausir munir, trampolín, garðhúsgögn og annað séu vel frágengnir.
Einnig má benda á að hætta er á ferðum fyrir ökutæki með eftirvagna, sérstaklega þar sem vindasamt er, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.