fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Karl Ágúst segir að Ólafur og Þórir hafi beitt sér gegn Spaugstofunni: „Kostulegt í ljósi sögunnar að það hafi verið þessir tveir menn“

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1997 gerði Spaugstofan grín af helgihaldi í sérstökum páskaþætti. Þátturinn vakti gríðarlega athygli og olli miklu uppnámi innan kirkjunnar. Spaugstofumenn voru á endanum ákærðir fyrir guðlast. Tveir hátt settir menn innan kirkjunnar gengu hvað harðast fram í málinu, Ólafur Skúlason biskup og Séra Þórir Stephensen. Menn sem síðar áttu eftir að vekja umtal og óhug í íslensku samfélagi fyrir kynferðisbrot, meðal annars gegn börnum. Karl Ágúst Úlfsson, leikari rifjaði málið upp á Facebook í vikunni eftir að DV fjallaði um hvernig kirkjan hafði sópað máli Þóris undir teppið.

„Kostulegt í ljósi sögunnar“

Árið 1997 var Spaugstofan kærð fyrir guðlast eftir að hafa skopast að guðspjöllunum og þurfti að sæta lögreglurannsókn fyrir vikið. Þeir sem stóðu að kærunni voru Herra Ólafur Skúlason biskup og Séra Þórir Stephensen. Hvað er skakkt við þessa mynd?“ skrifaði Karl Ágúst í færslu sem vakið hefur töluverða athygli.

Sjá einnig: Séra Þórir viðurkenndi brot sín á fundi sem Agnes sat:„Þá höfum við líka það sem heitir í kirkjunni fyrirgefningin“

Í samtali við DV segir Karl Ágúst málið sýna vel hversu undarlega löggjöf við Íslendingar bjuggum við á þessum tíma. „Þarna var verið að vernda kirkjuna og trúarsannfæringu fólks við ágangi og mjög hlægilegt mál á að horfa í baksýnisspeglinum,“ segir Karl Ágúst og bætir við: „Kostulegt í ljósi sögunnar að það hafi verið þessir tveir menn sem stóðu fyrir kærunni.“

Sakaðir um „argasta guðlast“

Eins og áður segir olli þátturinn miklu fjaðrafoki en eftir að hann var sýndur sendi Ólafur Skúlason biskup kvörtunarbréf til Rúv þar sem hann sakaði Spaugstofumenn um „argasta guðlast.“ Dagur-Tíminn birtir bréf biskups þann 8. apríl árið 1997. Þar segir: „En þessi þáttur á laugardaginn særði ekki aðeins trúartilfinningu mína og margra annarra, sem hafa haft samband við mig eða komið að máli við mig í persónulegu samtali, heldur þótti mér hann ganga svo langt í misheppnaðri fyndni, að úr því varð ekkert annað en argasta guðlast.“

Örlagarík sundferð

Örlagarík sundferð Í kjölfarið var farið fram á opinbera rannsókn á þættinum. Fól Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari Rannsóknarlögreglu ríkisins málið. Nokkrum dögum áður hafði Hallvarður þessi hitt Þóri Stephensen í sundi þar sem málið var rætt. Eftir þá sundferð tjáði Þórir biskupi að ríkissaksóknari hefði áhuga á að fylgjast með samskiptum biskupsstofu og RÚV vegna kvörtunarbréfs. Afrit af kvörtunarbréfinu barst Hallvarði í kjölfarið sem kom málinu til Rannsóknarlögreglu ríkisins.

Karl Ágúst mætir í yfirheyrslur

Málið fór sína leið í kerfinu og Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumaður kallaður til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna málsins. DV fjallaði um málið og birti þessa mynd af Karli sem tekin var skömmu fyrir yfirheyrslurnar.

Kæra var ekki lögð fram vegna þáttarins en ríkissaksóknari ákvað að fela Rannsóknarlögreglu ríkisins að rannsaka málið. Yfirheyrslur yfir Spaugstofumönnunum fimm voru hluti rannsóknarinnar hjá RLR en nú er niðurstaðan orðin sú að ekki verður gefin út ákæra.

Málalyktir

Þann 14. ágúst árið 1997 lauk málinu sem á þann hátt að Ríkissaksóknari hættir við ákæru. Í frétt DV um málið þennan sama dag fagnaði Karl Ágúst niðurstöðunni. „Ég er guðslifandi  feginn að vera ekki meiri lögbrjótur en þetta. Hins vegar er kostulegt að tími og staðsetning á almanaki ráði því hvort menn eru að draga dár að trúarkenningum og hafa trúarsannfæringu fólks í flimtingum. Þetta staðfestir hvað við erum miklir skorpumenn í trúmálum – okkur er misboðið á einum tíma en ekki öðrum,“ sagði Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumaður í samtali við DV.

Meint guðlast Spaugstofumanna birtist meðal annars í frægu atriði sem kallað var „Blindur fær sýn“

Ekki einu afskipti Þóris af gríni

Afskipti Þóris af málinu eru ekki þau einu sem hann hefur haft af íslensku gríni ef marka má svar Þorsteins Guðmundssonar við Facebook-færslu Karls Ágústs í vikunni. Þar rifjar Þorsteinn það upp þegar Þórir hafði samband og fór fram á afsökunarbeiðni. „Þórir hringdi tvisvar sinnum í mig til þess að krefjast þess að ég bæðist afsökunar á því að hafa tekið þátt í sketsinum Faðir Thug úr þáttunum Steindinn okkar. Ég neitaði að sjálfsögðu í bæði skipti. Hræsnin er algjör hjá þessum mönnum,“ skrifaði Þorsteinn en umrætt atriði má sjá hér að neðan. Þorsteinn vildi ekki rifja samskiptin upp þegar eftir því var óskað. Hér fyrir neðan má sjá það umdeilda atriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur