fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

60 Köttum og hundum bjargað undan skógareldum – Sjáðu myndband af björgunarafrekinu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir skógareldar eru nú í Kaliforníu í Bandaríkjum og hafa þeir valdið dauðsföllum ásamt því að hafa valdið gífurlegu fjárhagslegu tjóni. Íbúar Kaliforníu eru ekki óvanir skógareldum og árlega verður gífurlegt tjón vegna þeirra í ríkinu. Árið 2017 létust 44 einstaklingar og var fjárhagslegt tjón metið á um 10 milljarða dollara eða sem samsvarar 110 milljörðum króna.

Yfirvöld alls staðar í ríkinu eru að bregðast við þessum eldum, meðal annars í bænum Vacaville, rétt fyrir utan San Fransisco. Yfir 60 hundum og köttum var bjargað úr húsnæði dýraathvarfs í bænum af lögreglu og sjálfboðaliðum. Í samtali við DV segir Mark Donaldson, lautinant hjá lögreglunni í Vacaville að litlu munaði að dýrin hefði öll látist. „Það var mikill reykur inn í húsnæðinu og eldurinn var að nálgast bygginguna hratt, en þökk sé hröðum viðbrögðum lögreglumanna á staðnum og sjálfboðaliða náðum við að bjarga öllum 60 dýrunum úr húsnæðinu. Þetta var ansi tæpt, en sem betur fer meiddust engin dýr við aðgerðina en bílarnir þurftu aðeins vera þrifnir eftir aðgerðina vegna hræðslu dýranna“.

Miklar skemmdir voru á húsnæðinu, en sjálfboðaliðar hafa tekist að laga húsnæðið snöggt þökk sé miklum stuðningi frá íbúum bæjarins sem hafa bæði gefið fjármuni til samtakanna sem reka dýraathvarfið ásamt því að aðstoða við viðgerðir á húsnæðinu.

Hér að neðan má sjá myndband úr myndavél eins lögreglumannsins sem tók þátt í björgunaraðgerðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans