fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Þröstur rekinn og kærður til lögreglu

Auður Ösp
Föstudaginn 22. júní 2018 12:37

Þröstur Emilsson. Ljósmynd/vefur adhd.is - ADHD samtökin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu vegna meints fjármálamisferlis í starfi. Stjórn samtakanna rak hann síðastliðinn föstudag. Þröstur hafði starfað sem framkvæmdastjóri í nærri fimm ár.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Fram kemur að fjárhæðirnar séu „verulegar“ en Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar ADHD-samtakanna, segir  málið afar viðkvæmt og flókið. Vegna augljós trúnaðarbrests hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Þresti frá störfum.

Stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að leysa Þröst Emilsson, frá störfum og að Ellen Calmon, sem situr í stjórn samtakanna, hefði fallist á að taka við verkefnum hans þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

„Um ástæður þessara breytinga, sem því miður eru óhjákvæmilegar að mati stjórnar, verður gerð grein síðar“ kom jafnframt fram í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum