fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Arnþrúður þarf að greiða 3,3 milljónir króna           

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. maí 2018 14:18

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpstjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, var í dag dæmd til að greiða hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Frá þessu greinir fréttavefur Vísis.

Málið snerist um það að hlustandinn, kona, hafði lagt peninga inn á bankareikning Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning Útvarps Sögu. Snerist deilan um það hvort um lán eða styrk hefði verið að ræða; forsvarsmenn Útvarps Sögu töldu að um styrk væri að ræða en konan hélt því fram að um væri að ræða lán.

Um var að ræða 3,6 milljónir króna í fjórum millifærslum árin 2016 og 2017.

Héraðsdómur hefur nú sem fyrr segir komist að þeirri niðurstöðu að Arnþrúður þurfi að greiða 3,3 milljónir til baka. Þá þarf hún að greiða 620 þúsund krónur í málskostnað. Að því er Vísir greinir frá verður málinu áfrýjað til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins