fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

83 ára maður tekinn af lífi í Alabama – Elsti maðurinn til að vera tekinn af lífi síðan dauðarefsing var tekin upp á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. apríl 2018 06:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Walter Moody, 83 ára, var tekinn af lífi í gærkvöldi í Atmore fangelsinu í Alabama með eitursprautu. Hann var úrskuðaður látinn klukkan 20.42 að staðartíma. Moody var dæmdur fyrir morðið á Robert Vance, dómara, en hann sendi honum bréfsprengju 1989.

Moody er elsti maðurinn sem hefur verið tekinn af lífi í Bandaríkjunum síðan dauðarefsing var tekinn upp á nýjan leik á áttunda áratugnum.

Sky-fréttastofan segir að Moody hafi ekki viljað koma með neina lokayfirlýsingu og hafi ekki svarað þegar hann var spurður hvort hann vildi segja eitthvað að lokum.

Þegar réttað var yfir Moody 1996 sagði saksóknari að Moody væri hugleysingi sem hafi framið morð með bréfsprengju því hann hafi viljað koma fram hefndum gegn réttarkerfinu. Moody reyndi að láta líta út fyrir að Ku Klux Klan hafi staðið á bak við bréfsprengjutilræðið.

Lögmenn hans reyndu að koma í veg fyrir aftökuna með því að færa rök fyrir því að aldur Moody og heilbrigðisástand myndu gera framkvæmdina erfiða og flókna. Hæstiréttur Bandaríkjanna tók málið til meðferðar í gær og frestaði aftökunni á meðan en aflétti síðan frestuninni þannig að hægt var að halda ferlinu áfram.

Moody hlaut fyrst dóm 1991 en þá dæmdi alríkisdómstóll hann í sjöfalt lífstíðarfangelsi og 400 ár til viðbótar. Dómstóll í Alabama sakfelldi hann síðar og dæmdi til dauða fyrir morðið á Vance.

Moody hélt alla tíð fram sakleysi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum