fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Segir Rússa reyna að fá aðgang að upplýsingum sem geta skaðað Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur sænska lögreglan komið í veg fyrir margar hryðjuverkaárásir í landinu. Hryðjuverkaógnin, sem steðjar að Svíþjóð, er mjög mikil og fær lögreglan um 6.000 ábendingar um hugsanlegar hryðjuverkaárásir í hverjum mánuði. Þetta sagði Klas Friberg yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar Säpo í samtali við Expressen.

Hann sagði að stærsta verkefni öryggislögreglunnar þessa dagana sé að tryggja að þingkosningarnar, sem eru fyrirhugaðar 9. september, geti gengið eðlilega fyrir sig. Hann sagði að Rússar séu mjög virkir á tölvusviðinu og séu að undirbúa aðgerðir sem gera þeim kleift að skaða Svía og Svíþjóð ef sú staða kemur upp að þeir telji sig þurfa að gera það.

Friberg sagði einnig að öryggislögreglan hafi aflað upplýsinga frá öðrum ríkjum og sjái að mörg ríki séu áhugasöm um að hafa áhrif á sænsku þingkosningarnar og að hafa áhrif á kjósendur. Í þessu skyni geti verið að tölvuárásir verði gerðar á opinberar stofnanir eða fjölmiðla. Að hans sögn stunda mörg ríki njósnir í Svíþjóð og reyna að komast inn í sænsk tölvukerfi. Svíar standa framarlega í tölvuvæðingu og því er mikill áhugi meðal margra að komast inn í sænsk tölvukerfi til að komast yfir upplýsingar um Svía. Hann benti einnig á að því miður séu öryggismál margra fyrirtækja ekki í nægilega góðu horfi og þar verði fyrirtækin að taka sig á.

Hvað varðar kosningarnar sagði Friberg að hann telji ekki ástæðu fyrir Svía til að hafa áhyggjur. Það sé mat öryggislögreglunnar og kjörstjórnar að kosningakerfið sé öruggt og skilvirkt, það skýrist meðal annars af því að pappír sé mikið notaður í kosningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Í gær

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Í gær

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér