fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Ölvaður ökumaður ók á vegrið og vann skemmdarverk heima hjá sér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 06:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um ölvaðan ökumann sem hafði ekið á vegrið við Hafravatnsveg/Suðurlandsveg. Ökumaðurinn var handtekinn skömmu síðar og var þá talinn hafa verið búinn að vinna skemmdarverk heima hjá sér. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða lyfja. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ölvuð kona handtekin í Skeifunni en hún er grunuð um þjófnað og eignaspjöll. Hún vildi ekki segja til nafns og var því vistuð í fangageymslu.

Í nótt voru höfð afskipti af 17 ára stúlku, sem var farþegi í bifreið, en hún er grunuð um vörslu fíkniefna. Málið var afgreitt með aðkomu móður stúlkunnar. Tilkynning um málið var send til barnaverndaryfirvalda.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í verslun við Faxafen. Ekki er ljóst hverju var stolið.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“