Sturla Sigurgeirsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi. Dómur féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Honum var enn fremur gert að greiða verjanda sínum, Sveini Andra Sveinssyni, ríflega hundrað þúsund krónur.
Samkvæmt dómi fróaði Sturla sér í gestamóttökunni á Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík aðfaranótt föstudagsins 4. nóvember árið 2016. Hann var dæmdur fyrir að afklæðast og fróa sér svo meðan hann horfði á klámefni í tölvu sem er staðsett í hótelinu. Margir urðu vitni að þessu svo sem starfsmaður hótelsins, ótilgreindir gestir og auk tveggja lögreglumanna.
Sturla sýndi með þessu af sér „ósiðlegt og lostugt athæfi“ líkt og það er orðað í dómnum. Sturla braut með þessu skilorð en árið 2016 var hann dæmdur fyrir þjófnað.