fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Matvælastofnun gagnrýnd fyrir dráp á kindum og ljótan viðskilnað: „Hafið þið allir skömm fyrir þetta ódæði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. apríl 2018 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á ferðalagi okkar félaganna í gær vakti það furðu okkar að það var óvenju mikið af tófuslóðum sem lágu í átt að Loðmundarfirði og sumstaðar svo margar að það mætti halda að þetta væri Laugavegurinn. Þegar í Loðmundarfjörð var komið þá leyndi sér ekki hvers kyns var, starfsmaður MAST fór með menn úr Berufirði og Breiðdal þungvopnaða og skutu á allt sem hreyfðist. Þegar mesti móðurinn rann af þeim settu þeir lömb og rollur í poka og fóru svo heim eftir að hafa unnið þetta illvirki, en skildu pokana eftir.“

Þetta skrifar Víðir Sigbjörnsson um aðkomu í Loðmundarfirði þar sem Matvælastofnun (MAST) lét skjóta 29 kindur snemma í marsmánuði en féð var sagt án fóðurs og umhirðu í firðinum. Menn hafa hreyft efasemdum um að nauðsynlegt hafi verið að farga fénu og MAST er líka gagnrýnd fyrir að hafa ekki hirt hræin og heldur dreift þeim víðsvegar. Víðir skrifar um þetta á Facebook og tók jafnframt ljósmyndir sem birtast með fréttinni. Í pistli sínum segir Víðir enn fremur:

„Nú eru allar tófur á Austulandi komnar í pokana og svo koma allir hrafnarnir og hræfuglar, þegar þeir koma til landsins og setjast að kræsingunum í boði MAST. Í innan við kílómetra fjarlægð er æðarvarp með um 4000 hreiðrum, þegar hrææturnar verða leiðar á úldnu kjöti í boði MAST fer öll hersingin í æðarvarpið hjá Óla og þá verður gaman að sjá hvort MAST mætir með skotmennina á svæðið og hreinsar til eftir sig. Hafið þið allir skömm fyrir þetta ódæði, ef þið berið einhverja umhyggju fyrir þessu fé sem þarna var þá hefðuð þið átt að hafa með ykkur hey til að gefa þeim og koma þessu svo til byggða.“

MAST segist margsinnis hafa haft afskipti af eigendum fjárins

Þann 14. mars birti MAST tilkynningu um málið á heimasíðu sinni þar sem segir meðal annars:

„Um síðustu helgi var farinn leiðangur í Loðmundarfjörð til að ná því sem eftir var af fé sem hefur verið í lausagöngu í firðinum, án eftirlits og fóðrunar. Tuttugu og níu kindur fundust og voru þær allar felldar.

Ástand fjárins var breytilegt. Flest var horað, enda beit lítil. Margar kindurnar voru styggar og margreyfaðar sem gefur til kynna að þær hafi gengið lausar um einhvern tíma. Sumar ærnar voru lembdar.

Átján af þeim 29 kindum sem fundust voru frá einum bæ, ein frá öðrum bæ og 10 voru ómerktar.

Matvælastofnun hefur margsinnis haft afskipti af öðru búinu á undanförnum árum. Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar að fullu og hefur fé frá bænum fundist í Loðmundarfirði að vetrarlagi. Umráðamanni dýranna var veittur frestur til 1. febrúar sl. til að endurheimta fé sitt úr firðinum, sem hann gerði að hluta.“

Vanhuguð aðgerð pappírspésanna að sunnan

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að MAST telur að ekki hafi verið hægt að sækja hræin til þessa vegna ófærðar. Til að hægt sé að fjarlægja hræin þurfi að vera fært í fjörðinn fyrir dráttarvél eða gröfu og það sé yfirleitt ekki fyrr en í maí.

Þröstur Jónsson er vinur Víðis og vel kunnugur staðháttum í Loðmundarfirði. Þröstur gefur lítið fyrir röksemdir MAST en hann segir í samtali við DV:

„Þetta er með al-lélegustu afsökunum sem heyrst hafa. Lítið mál er að sækja þessi hræ á vélsleðum eins og færið er búið að vera síðustu vikuna eða svo. Sem gamalreyndur vélsleðamaður sem mikið ferðast á þessum slóðum veit ég allt um það. Hitt er svo enn verra að MAST taldi að pokarnir utan um hræin mundu hald ágangi vargs. Ég og fleiri stórefuðum það. Eins og sjá má á myndum Víðis höfðum á réttu að standa með það. Hvernig heldur þú að aðkoman að þessu verði í byrjun maí þegar sveitastjórnin ætlar að fara að sækja hræin? Það verða allavega feitir refir og ófleygir spikaðir hrafnar um allan fjörð, það eitt er víst og svo plastið fjúkandi um allt.“

Þröstur segir enn fremur:

„Þessi aðgerð MAST er eitt klúður frá A-Ö. Fyrir það fyrsta höfðu þessar kindur nægt æti nú sem öll hin fyrri ár sem þær hafa verið í firðinum. Þetta er ekkert annað en vanhugsuð aðgerð pappírspésa á bakvið skrifborð fyrir sunnan.“

Víðir segist telja að ekki hefði þurft að fella allt féð og sumu hefði verið hægt að koma með báti til Seyðisfjarðar til eigenda sinna. Víðir segir í samtali við DV:

„Ég hef í nokkur ár farið með bændum í Eiðaþinghá að sækja fé í Loðmundafjörð og sótt fé sem margir hafa átt bæði í Eiðaþinghá og Hjaltastaðaþinghá svo og bændur úr Seyðisfirði , en aldrei eins oft og komið með eins margar og í vetur. Bæði höfum við dregið þetta á sleðum til héraðs og svo aðstoðað við að koma þessum skjátum í báta. Það sem fer í taugarnar á mér er að það hefði átt að skjóta á staðnum fé sem ekki er hægt ná með öðru móti, ég hefði viljað að þessu fé yrði komið í bát til Seyðisfjarðar til réttra eigenda, því lógað sem eitthvað var að og urðað á réttan hátt. Það hefði ekki þurft að skjóta þetta vegna hors að mínu mati og það hefði verið hægt að sækja þetta strax helgina eftir og auðvitað strax á bát ef vilji hefði verið fyrir hendi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda