fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Hauksson veiddi óvenjulegt dýr á Reykjanesi í gær en um var að ræða þvottabjörn sem hafðist við í holu skammt frá Höfnum. Birgir tjáði sig um hina óvenjulegu veiði í samtali við Rúv.

„Hann rakst á þetta hundurinn. Ég hélt bara að hann væri búinn að finna mink eins og hann gerir oft, en svo komu allt önnur hljóð úr holunni þegar ég fór að kanna málið.“

Segir Birgir að hundurinn Tyson og þvottabjörninn hafi tekist á en hann sjálfur svo gripið inn í. Ekki er vitað hvernig þvottabjörninn komst til landsins. Líklegast er að honum hafi verið smyglað eða dýrið gerst laumufarþegi. Stutt er síðan að DV rifjaði upp sögu Sædýrasafnins en í þeirri umfjöllun var greint frá því þegar þvottabjörn var drepinn í Lýsi og mjöli árið 1976.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur sagði í kvöldfréttum RÚV að þvottabjörninn sem var drepinn á Reykjanesi ekki vera hættulegan.

„Nei, þetta er rándýr og myndi verjast ef það væri á það sótt, en þetta eru frekar glaðlynd og góðleg rándýr,“ sagði Kristinn. Þvottabirnir eru alætur og geta virst illvígir séu þeir hræddir. Þeir eru þó í flestum tilvikum sárameinlausir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns