fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Arkitekt segir stórhættulegt ástand hafa skapast í kringum hafnarsvæðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umferðaröngþveitið vegna byggingaatsins á hafnarsvæðinu er geigvænlegt. Túristar eru þarna án gangstétta, eins og mý á mykjuskán innan um þungaumferðina. Lögregla og borgaryfirvöld virðast ekki skipta sér af þessu.“

Þetta segir Örnólfur Hall arkitekt í skilaboðum sínum til DV en hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu sem skapast hefur vegna byggingaframkvæmda við hafnarsvæðið í Reykjavík. Tók Örnólfur nokkrar myndir af svæðinu og merkti inn á þær vísbendingar um hættuna sem hann telur skapast þarna á svæðinu. Örnólfur segir enn fremur:

„Öllu ægir saman: gangandi (skeiðandi) túristar (líka með barnavagna og smábörn), fólksbílar, rútur, bensín – og olíuflutningabílar, stórar þungavinnuvélar og flutningatrukkar nota sömu göngubrautarlausar göturnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar