fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Fréttir

„Verst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest“

Stígamót senda frá sér yfirlýsingu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn og starfshópi Stígamóta.

Tilefnið er pistill Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra Samtakanna 78, sem sagðist hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og einelti að hálfu yfirmanna Stígamóta meðan hún starfaði þar. Fjallað var um pistilinn á vefmiðlum í morgun.

Sjá einnig:
Helga Baldvins ósátt við Stígamót: Fullyrðir að henni hafi verið tjáð nöfn á þjóðþekktum einstaklingum sem sakaðir voru um kynferðisbrot

Í yfirlýsingu Stígamóta kemur fram að trúnaður sé forsenda starfsins sem þar er unnið. „Verst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.“

Þá segja Stígamót að samtökin kappkosti við að vera eins fagleg og við mögulegt er. „Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál,“ segja samtökin.

„Varðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari. Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu.
Að öðru leyti getum við ekki svarað gagnrýninni nema brjóta trúnað gagnvart fyrrverandi starfskonu og það ætlum við ekki að gera. Því sendum við frá okkur þessa yfirlýsingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“