Seint í gærkvöld slógust tveir menn á tjaldstæði í Reykjavík. Lögregla kom á vettvang og rak þá burtu en handtók ekki. Skömmu síðar var tilkynnt um að annar maðurinn væri kominn aftur á tjaldstæðið og væri að hóta starfsmönnum og gestum. Hann var þá handtekinn og fluttur í fangageymslu lögreglu.
Rétt um miðnætti var keyrt aftan á bíl á gatnamótum Miklubrautur og Grensásvegar og stakk ökumaðurinn af. Tveir úr bílnum sem ekið var á voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl til skoðunar. Bíllinn sem olli tjóninu fannst skömmu síðar mannlaus. Stuttu síðar var ökumaðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu. Að lokinni blóðtöku var hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.
Korter fyrir þrjú í nótt var maður sleginn í andlitið á skemmtistað í miðbænum. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Vitað er um árásarmanninn en áverkinn reyndist minniháttar.
Laust fyrir klukkan fjögur í nótt fékk maður glas í andlitið á skemmtistað í miðbænum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað um geranda.
Töluverður erill var hjá lögreglunni í nótt og til dæmis voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var bíl stolið í Grafarholti snemma í morgun, vitað er um hver þjófurinn er og leitaði lögregla hans síðar þegar vitað var.