fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hugboð bjargaði Lindu og Margréti – Ísak Snær: „Ég bara hélt að ég væri að fara að deyja“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Björk Hafþórsdóttir og dóttir hennar, Margrét María Bjarnadóttir voru í hættu staddar á tónleikum Ariana Grande í Manchester Arena í gærkvöldi. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að 22 hafi látist og 60 særst eftir sprengingu í tónleikasalnum. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á morðunum en fórnarlömbin eru flest ungmenni. Hafa stuðningsmenn ISIS fagnað árásinni. Ríkisútvarpið ræddi við Íslendinga sem voru í salnum og tilviljun ein virðisthttp://ruv.is/frett/helt-eg-myndi-deyja hafa ráðið því að Íslendingar hafi hvorki slasast eða dáið í árásinni sé tekið mið af frásögnum fólksins.

Linda og Margrét voru í anddyrinu skömmu áður en sprengingin varð og voru að ganga í áttina þar sem sprengjan varð. Kveðst Linda að hún hafi fengið hugboð eða tilfinningu um að snúa við.

„ … og við snerum okkur við og þegar við erum bara að labba nokkrum skrefum, einu tveimur skrefum frá, að þá gerist þessi rosalega sprenging,“ segir Linda og bætir við: „Og við vorum ekki vissar hvort þetta væri einn einstaklingur eða hvort að, hvað biði okkar fyrir utan, svo að við tókum bara af skarið og hlupum út og við hlupum bara eins langt og við komumst, eins hratt og við komumst. Og eina sem kom upp í hugann var bara að bjarga henni, koma henni í burtu.“

Margrét: „Ég vissi ekki alveg hvað þetta var en þetta gæti verið eitthvað en mamma sagði að þetta væri örugglega sprengja.“

Linda: „Mér fannst að þetta hlyti að vera eitthvað slæmt. Það var bara þannig. Hvernig þetta var og lykt og hljóð voru þannig.“

Margrét: „Þetta lyktaði ógeðslega, eins og eitthvað væri að brenna.“

Hélt ég væri að fara deyja

Þá tók Rúv einnig viðtal við unga Íslendinga, Ísak og Köru. Þau höfðu einnig sett stefnuna á anddyrið skömmu áður en sprengjan sprakk en hættu við þar sem röð var löng.

Kara: „Við vorum ekki alveg viss hvort tónleikarnir voru búnir eða ekki. Þannig að ákváðum að bíða aðeins með að fara út. Ég var orðin svo svöng að ég spurði Ísak hvort við ættum ekki að fara fá okkur að borða en Ísak sagði að það væri svo mikill troðningur að við ættum að sleppa því. Ég var ekki einu sinni komin í sætið mitt þegar við heyrðum í sprengingunni.“

Ísak: „Ég hélt strax að þetta væri sprenging og ég bara hélt að ég væri að fara að deyja,“

Kara: „Svo var maður alltaf svo hræddur um, maður vissi ekki hvort það myndu koma einhverjir menn, einhverjir koma inn í salinn með byssur og byrja að skjóta alla“

Ísak: „Og maður vissi aldrei hvort það myndi önnur sprenging koma og hvar hún myndi vera. Maður vissi ekki hvort maður myndi lifa. Þegar við komum út úr salnum var allt úti í blóði og blóðslettum á gólfinu frammi í anddyrinu.“

Hér má sjá myndbandsviðtal við Íslendingana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“