fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Miðaldra bandarísk kona í verksmiðju Nestle átti sér hrikalegt leyndarmál

Var dæmd í fjórtán ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2011 starfaði Azra Basic, bandarískur ríkisborgari, í verksmiðju Nestle í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Azra þessi virtist ósköp venjuleg kona en síðar kom upp úr krafsinu að konan ætti sér býsna skuggalegt vandamál og hefði ef till meira á samviskunni en flestir.

Þetta ár var Azra handtekin af bandarískum sérsveitarmönnum vegna gruns um aðild að stríðsglæpum í Bosníustríðinu á tíunda áratug liðinnar aldar. Azra flutti til Bandaríkjanna árið 1994, tók upp nýtt nafn og varð fullgildur bandarískur ríkisborgari árið 2007.

Það var svo fjórum árum síðar, árið 2011, að Azra var handtekin eftir að bandarískum yfirvöldum höfðu borist ábendingar um að þar færi stríðsglæpamaður. Svo fór að Azra var hneppt í varðhald og loks framseld til Bosníu þar sem hennar beið ákæra fyrir hrikaleg voðaverk.

Í ákæru kom meðal annars fram að Azra, 58 ára Bosníu-Króati að uppruna, hafi tekið þátt í pyntingum á serbneskum föngum meðan á stríðinu stóð. Hún hafi meðal annars neytt fanga til að skríða á glerbrotum, hún hafi drepið fanga með því að stinga hann í hálsinn, brennimerkt fanga og skorið þá. Þá hafi hún neytt minnst einn fanga til að drekka bensín áður en hún kveikti í andliti hans og höndum.

Fyrr í þessari viku var Azra dæmd í fjórtán ára fangelsi í Bosníu fyrir stríðsglæpi. Er um að ræða þyngsta dóm sem kona hefur hlotið í tengslum við voðaverkin á Balkansskaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina