fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Á 15 þúsund krónur til að lifa á út desember: „Ótrúlega erfitt að stíga þetta skref og biðja um hjálpina“

Þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að halda jól – Álag, kvíði og niðurlæging

Auður Ösp
Þriðjudaginn 19. desember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búin að sækja um aðstoð alls staðar. Það er alveg ótrúlega erfitt að stíga þetta skref og biðja um hjálpina. Í gær fór ég ásamt mömmu minni að sækja um hjálp fyrir hana í Smárakirkju. Á meðan við stóðum þarna í biðröðinni þá fannst mér allir vera að horfa á okkur“ segir Anna, einstæð fimm barna móðir sem búsett er á landsbyggðinni. Fleiri en eitt af börnunum glíma við raskanir á borð við ofvirkni, athyglisbrest og mótþróaþrjóskuröskun sem kallar á aukin útgjöld. Hún er óvinnufær vegna liðavefjagigtar auk þess sem hún glímir við afleiðingar slyss sem hún lenti í fyrir nokkrum árum. Að viðbættum barnabótum, meðlagi og öðru hefur hún rúmlega 220 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Eftir reikninga og nauðsynlegustu útgjöld á hún rúmlega 40 þúsund til að lifa af mánuðinn.

Fjöldi íslenskra fjölskyldna hefur ekki efni á að halda heilög jól nú í ár. Stór hluti hópsins eru mæður á örorkubótum sem sjá ekki aðra lausn en að leita á náðir hjálparstofnana eða Facebook fyrir hátíðarnar. Þær lýsa skömm og niðurlægingu vegna aðstæðna sinna en einnig þakklæti fyrir gjafmildi og náungakærleika Íslendinga sem virðist vera allsráðandi í desember. DV ræddi við nokkrar þessara kvenna en allar eiga þær það sameiginlegt að vilja gera hvað sem er til þess að börn þeirra þurfi ekki að líða skort á jólunum.

Anna er ein þeirra sem rætt er við í tengslum við úttekt DV en hér fyrir neðan má lesa brot úr viðtalinu:

Eins og stendur á hún rúmlega 15 þúsund krónur til að lifa af út desember. Lokað var fyrir umsóknir hjá Fjölskylduhjálp og mæðrastyrksnefnd í byrjun mánaðarins. Anna vekur athygli á að einstaklingar sem búsettir eru á landsbyggðinni hafa ekki sama aðgang að aðstoð hjálparstofnana fyrir jólin og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra fékk hún úthlutun frá sjóði í heimabæ sínum, inneignarkort í matvöruverslun upp á 25 þúsund krónur, en sú upphæð dugar skammt með stóran barnahóp.

Þegar blaðamaður ræddi við Önnu var hún stödd í Reykjavík til að fylgja einu af börnunum til læknis og ætlaði að nota tækifærið og sækja um aðstoð í leiðinni.

„Ég talaði við Hjálparstofnun kirkjunnar í morgun og fékk þá þau svör að þar sem ég byggi á landsbyggðinni þá þyrfti ég að koma aftur til þeirra og sækja 20. desember. Ég má ekki senda neinn fyrir mig heldur verð ég að koma sjálf. Fólk sem býr úti á landi og þarf aðstoð á ekki peninga til að koma suður fjórum dögum fyrir jól. Ég hef einfaldlega ekki efni á því að koma suður aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“