fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Blýantur varð átta ára dreng næstum að bana

Það borgar sig að geyma blýantinn í pennaveskinu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversdagslegir hlutir geta verið stórhættulegir er lærdómurinn sem draga má af atviki sem varð í barnaskóla í Flórída á dögunum en þar var átta ára drengur hætt kominn vegna blýants.

Forsaga málsins er sú að Mandi Kapopoulous, kennari við skólann, tók eftir rauðum dropum á gólfi skólans. Í fyrstu taldi hún að um ávaxtasafa væri að ræða, eða allt þar til hún gekk upp að ungum dreng, Kolston Moradi, skammt frá og sá stóran blóðpoll hjá honum.

„Það var pollur af blóði undir honum og peysan hans var þakin blóði,“ segir hún í samtali við South Florida Sun Sentinel. Í ljós kom að vel yddaður blýantur í bakpoka drengsins hafði stungist í handarkrika hans með þeim afleiðingum að rof kom á slagæð.

Kolston missti mjög mikið blóð og mátti ekki miklu muna að honum hreinlega blæddi út. Sem betur fer tókst að koma Kolston undir læknishendur í tæka tíð.

Í samtali við blaðið segir drengurinn að hann hafi í raun ekki fundið fyrir neinum sársauka og í raun ekki áttað sig á því hvaðan blóðið kom. Kennararnir héldu þrýstingi að sárinu og kom sér vel að hjúkrunarfræðingur var við störf í skólanum og kunni hún réttu handtökin.

Kolston varð ekki meint af og mætti í skólann daginn eftir. Aðrir nemendur voru minntir á það að geyma blýantana í þar til gerðum pennaveskjum ofan í skólatöskunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“