fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Leikmenn fengu áfall: Tveggja ára stúlka fékk hafnabolta í höfuðið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt atvik átti sér stað í hafnaboltaleik á milli New York Yankees og Minnesota Twins á Yankee Stadium í gær þegar tveggja ára stúlka fékk hafnabolta í höfuðið.

Todd Frazier, leikmaður New York Yankees, hitti boltann þá illa með þeim afleiðingum að hann endaði utan vallar og í höfði stúlkunnar. Talið er að boltinn hafi verið á tæplega 170 kílómetra hraða þegar slysið varð. Um algjört óviljaverk var að ræða og voru leikmenn augljóslega miður sín yfir atvikinu, þá einna helst Frazier sem var með tárin í augunum.

Stúlkan var flutt á sjúkrahús og er líðan hennar eftir atvikum. Í frétt USA Today kemur fram að ekki liggi fyrir hvort hún þurfi að gangast undir aðgerð. „Ég hugsaði um mín börn. Ég á tvö börn undir þriggja ára og ég vona að það verði allt í lagi með hana,“ sagði Frazier eftir leikinn.

Málið hefur vakið upp umtal um öryggisráðstafanir á hafnaboltaleikjum en sambærilegt atvik átti sér stað á Yankee Stadium í sumar. Þá fékk áhorfandi boltann í höfuðið.

Félög eru ekki skyldug til að koma upp öryggisneti við nestu sætaraðirnar á völlum sínum, en þrátt fyrir það hafa mörg félög komið upp slíkum netum. Forsvarsmenn Yankees segja að það verði tekið til skoðunar að koma upp öryggisneti til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum