fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Halldór Auðar segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli: „Ég hef valdið þjáningum sjálfur“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 19. september 2017 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn, segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann hefur áður sagt frá því að hann hafi verið kynferðisbrotaþoli og hvaða áhrif áfallið hafði á hann á fullorðinsárum.

„Ég mun núna sýna hvernig ábyrgð er öxluð. Það er ekki mitt að meta hvort hún hefur með þessu verið öxluð að fullu, það kemur í ljós hvað ég þarf að gera frekar. Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um mína reynslu en ekki sagt það nógu hreint út – ég hef valdið þjáningum sjálfur,” skrifar Halldór Auðar.

Hann segir að mögulega sé enn þá fólk sem sé í sárum og það sé á hans ábyrgð. „Ég er tilbúinn að gera allt sem ég get gert til að binda enda á þær þjáningar. Ég myndi leita til þess sjálfur en ég er ekki með nöfn þeirra. Það má hins vegar leita til mín, þekki það mig og treysti það sér til þess. Það má líka auðvitað stíga fram. Það má alltaf stíga fram,“ skrifar Halldór Auðar.

Halldór Auðar segist ekki muna allt sem hann hafi gert. „Áfengi er hræðilegur þjáningarvaldur og það eyðir mörkunum milli fólks. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir löngu síðan. Mín var ábyrgðin að átta mig á áhrifunum sem það hafði á mig og aðra og gera eitthvað í því. Þessum áhrifum verður ekki stjórnað með því að stjórna aðgengi að áfengi heldur með því að draga fólk til ábyrgðar á drykkjunni,“ segir Halldór Auðar.

Halldór Auðar tjáði sig upphaflega um reynslu sína af kynferðisofbeldi í viðtali sem birtist á Pressunni árið 2015. Hann var fimm ára gamall þegar hópur eldri drengja neyddi hann til að afklæða sig inni á afgirtri leikskólalóð. „Þeir fóru með okkur inn á afgirt leikskólasvæði og þar létu þeir mig bera sig fyrir sér. Ég man bara hvað ég var hræddur, skelkaður og niðurlægður. Og hvað ég var ringlaður yfir því sem var að gerast,“ rifjaði Halldór meðal annars upp en fram kom að hann ræddi atburðinn ekki við nokkurn mann fyrr en hann var kominn á fullorðinsár.

Í viðtalinu viðurkenndi Halldór einnig að hann liti ekki á sig sem alsaklausan brotaþola í þessum efnum: ,,Vegna þess að eftir að ég komst á fullorðinsár þá hef ég sjálfur ekki alltaf virt mörk annara. Þá hef ég oftar en ekki verið undir áhrifum áfengis, “ segir hann.„ Og ég vil ekki útiloka að atvikið á leikskólalóðinni spili þar inn í. Án þess þó að ég ætli að kenna því um. Ábyrgðin er algjörlega mín.“

Hann sagði áfallið jafnframt hafa haft margvísleg áhrif á sig. „Til dæmis þunglyndi og félagslegir erfiðleikar. Og afar brengluð tilfinning fyrir því hvar mörkin liggja í samskiptum við annað fólk. Og að hafa ekki ,,sense“ fyrir því hvað eðlileg samskipti eru. Þá sérstaklega í tengslum við hitt kynið. Óöryggið hjálpar ekki til heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?