fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Getur verið að hakkarar hafi valdið slysinu?

Mannleg mistök eða þaulskipulagður verknaður

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski sjóherinn vinnur nú að rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar herskipið USS John McCain sigldi á kaupskip skammt frá Singapúr um helgina. Tíu bandarískir sjóliðar létust og fimm slösuðust í árekstrinum.

Ýmsum kenningum hefur verið varpað fram um hvað fór úrskeiðis. Líklegasta skýringin er sú að mannleg mistök hafi valdið slysinu og þá er ekki útilokað að galli í siglingabúnaði hafi valdið því. Þriðja kenningin er athyglisverð en hún er á þá leið að tölvuhakkarar hafi valdið árekstrinum.

Ekkert útilokað

John Richardsson, flotaforingi í bandaríska sjóhernum, sagði á Twitter að enn sem komið er benti ekkert til þess að um tölvuárás hafi verið að ræða. Hann tók þó skýrt fram að sá möguleiki væri ekki útilokaður.

Undanfarnar vikur hefur hvert áfallið rekið annað hjá sjóhernum. Um miðjan júnímánuð rakst tundurspillirinn USS Fitzgerald á gámaflutningaskip undan vesturströnd Japans. Sjö skipverjar létust í árekstrinum og um helgina létust tíu í hinu slysinu. Hefur þeirri kenningu verið varpað fram að ekki sé um tilviljun að ræða og mögulega hafi verið átt við GPS-staðsetningarbúnað skipanna.

Skiptar skoðanir

Kyle Mizokami, dálkahöfundur hjá Popular Mechanics, segir að ólíklegt sé að átt hafi verið við GPS-búnaðinn. Slíkar árásir hefðu haft víðtækari áhrif og áhrif á fleiri skip í nágrenni við áreksturinn. Ekkert bendi til þess að svo hafi verið. Þess utan reiði sjóherinn sig ekki einvörðungu á GPS-staðsetningarbúnað.

„Það er eitthvað meira í gangi en bara mannleg mistök,“ segir fyrrverandi sérfræðingur hjá bandaríska sjóhernum í samtali við fréttavefinn McClatchy. Bent er á það að þann 22. júní, skömmu eftir árekstur USS Fitzgerald, hafi tölvuhakkarar átt við GPS-sendingar á Svartahafi sem höfðu áhrif á alls tuttugu skip. Staðsetningarbúnaður skipanna gaf til kynna að þau væru á landi en ekki á sjó.

Þá segist fyrrverandi fulltrúi í netglæpadeild ísraelska yfirvalda ekki trúa á tilviljanir í þessum efnum. Hann segir að tölvuhakkarar geti beitt ýmsum brögðum til að eiga við búnað skipa. Þannig geti þeir átt við GPS-búnað en einnig átt við siglingabúnað skipa og komið fyrir óværu í hugbúnaði þeirra.

„Kínverjar geta þetta. Kannski eru þeir að prófa hluti, það er möguleiki,“ segir fulltrúinn fyrrverandi í samtali við news.com.au

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum