fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Segja að Salman Abedi hafi verið nýkominn frá Líbíu þegar hann framdi hryðjuverkið í Manchester

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salman Abedi, sem sprengdi sig í loft upp í Manchester Arena á mánudagskvöldið og varð á þriðja tug manna að bana, var nýkominn frá Líbíu þegar hann framdi ódæðið. Hann á ættir að rekja þangað en foreldrar hans flúðu stjórn Gaddafi á sínum tíma og settust að í Bretlandi.

The Times skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur þetta eftir skólabróður Abedi. Sá segir að Abedi hafi farið til Líbíu fyrir þremur vikum síðan og hafi komið aftur til Bretlands nokkrum dögum fyrir ódæðið. Blaðið segir að lögreglan reyni nú að komast að því hvort Abedi hafi hlotið þjálfun hjá hryðjuverkamönnum á meðan hann var í Líbíu.

Bæði al-Kaída og Íslamska ríkið starfa í Líbíu og berjast gegn stjórnarhernum. Að Sýrlandi og Írak undanskildu er Líbía talið vera það ríki þar sem Íslamska ríkið lætur mest að sér kveða og er með mikla starfsemi.

Íslamska ríkið hefur lýst ábyrgð á hryðjuverkinu á hendur sér en bresk stjórnvöld efast um sannleiksgildi þeirrar yfirlýsingar.

The Times segir að upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýni að Abedi hafi tekið sprengjuna með sér í tösku inn í Manchester Arena. Hann er sagður hafa lagt töskuna frá sér í anddyrinu og síðan sprengt sprengjuna. Abedi var ekki alls óþekktur hjá yfirvöldum en hann hafði meðal annars verið í sambandi við Raphael Hostey, 24 ára íbúa í Manchester, sem hefur meðal annars aflað nýrra liðsmanna fyrir Íslamska ríkið.

Ef upplýsingar The Times eru réttar þá vakna spurningar um hvað lögreglan gerði þegar Abedi sneri aftur heim frá Líbíu, hvort fylgst hafi verið með honum eða hvort hann hafi ekki verið undir eftirliti. Bróðir Abedi, Ismail, er í haldi lögreglunnar en hann var handtekinn í gær. Lögreglan gerði húsrannsókn á heimili Abedi í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“