fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Forskot vegna brjóstamjólkur fjarar út við fimm ára aldur

Ný rannsókn dregur fram efasemdir um langtímaáhrif brjóstagjafar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. mars 2017 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jákvæð áhrif brjóstagjafar á börn gætir ekki til lengri tíma, samkvæmt nýrri írskri rannsókn sem birt var í tímaritinu Pediatrics. Rannsóknin náði til 7.478 írksra barna sem fædd voru eftir fulla meðgöngu.

Í grein CNN um málið kemur fram að fyrir löngu haf verið sýnt fram á að brjóstagjöf hjálpi ungbörnum við að berjast gegn sýkingum og fyrirburum að þroskast og vaxa. Langtímaáhrif brjóstagjafar hafi hins vegar verið á huldu. Rannsóknin bendir til þess brjóstagjöf hefur lítil áhrif á vitsmunaþroska og hegðun barna til lengri tíma litið.

Munurinn hvarf við fimm ára aldur

Börnunum 7.500 var fylgt eftir frá 9 mánaða aldri. Þau voru metin við þriggja ára aldur og aftur við fimm ára aldur. Foreldararnir voru látnir svara spurningaprófi þar sem þau svöruðu spurningum um orðaforða og hæfni barna sinna við að leysa verkefni. Við fimm ára aldurinn voru kennarar barnanna látnir svara þessum sömu spurningum um hæfni barnanna.

Rannsóknin leiddi í ljós að börnum sem var gefið brjóst í frumbernsku reiddi betur af við þriggja ár aldur. Færri börn reyndust ofvirk og þau stóðu sig betur í því að finna lausnir við verkefnum. Við fimm ára aldurinn var þessi munur hverfandi.

Brjóstamjólkin betri

Haft er eftir Dr. Brooke Orosz, sem er stærðfræðiprófessor við Essex County College og ráðgjafi hjá Fed is Best, að rannsóknin renni stoðum undir fyrri rannsóknir sem sýni fram á að langtímaáhrif brjóstagjafar á þroska barna séu hverfandi, ef rétt er unnið með breytur. Hann var ekki aðili að rannsókninni. CNN hefur eftir Orosz að svarið við þeirri spurningu hvort börnum sem fái brjóstamjólk reiði betur af en hinum sem fá ekki brjstamjólk, sé já.

Hann segir að erfiðasta spurningin sé sú hvort brjóstamjólkin efli heilastarfsemina eða hvort það hjálpi börnunum meira að alast upp hjá foreldrum sem eru betur menntaðir og hafa hærri tekjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda