fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Lögreglumaður ákærður fyrir ofbeldi gegn manni í haldi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. mars 2017 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög­reglumaður í rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur verið ákærður fyrir brot í starfi en hann er grunaður um að hafa beitt mann í haldi ofbeldi. Atvikið mun hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar kom einnig fram myndbandsupptökur væru til af atvikinu.

Mun maðurinn hafa verið á leið fyrir dóm í fylgd lögreglumannsins þegar ofbeldið átti sér stað. Atvikið er sagt sjást mjög vel á myndbandsupptökunni.

Lögreglumaðurinn er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að í janúar síðastliðnum hafi komið til álita hvort senda ætti lögreglumanninn í tímabundið leyfi vegna málsins en það hafi verið lögfræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of langur tími væri liðinn frá því að atvikið átti sér stað. Sú ákvörðun verður hins vegar endurskoðuð í ljósi útgáfu ákærunnar og er niðurstöðu að vænta á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað