fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Læknir sem var kallaður dr. Dauði dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sagður hafa valdið sjúklingum varanlegu heilsutjóni viljandi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu Christopher Duntsch, bandarískur læknir, skuli sæta lífstíðarfangelsi eftir að hafa valdið sjúklingum sínum varanlegu heilsutjóni. Kviðdómendur komust að þeirri niðurstöðu að Duntsch hafi gert þetta að yfirlögðu ráði.

Rannsókn á Duntsch, sem var taugaskurðlæknir, hófst árið 2012 þegar kona að nafni Mary Efurd gekkst undir aðgerð á baki. Mary, sem þá var 74 ára, missti mikið blóð í aðgerðinni auk þess sem hún missti allan mátt í fótum. „Ég treysti honum. Ég treysti því að hann vissi hvað hann væri að gera,“ sagði Efurd þegar hún bar vitni í málinu.

Ákæran yfir Duntsch var í fimm liðum en mestri athyglinni var beint að ákæruliðnum sem varðaði mál hinnar 74 ára konu. Fyrir dómi kom fram að tveir sjúklingar Duntsch hefðu látist eftir að hafa gengist undir aðgerð hjá honum og hlaut hann viðurnefnið Dr. Dauði í bandarískum fjölmiðlum fyrir vikið. Þá stigu 30 einstaklingar fram sem sögðust hafa þjáðst af krónískum verkjum eftir að hafa gengist undir aðgerð hjá honum. Einn til viðbótar sagðist hafa vaknað í miðri aðgerð.

æknir sem bar vitni í málinu sagði að Duntsch hefði gert allt rangt sem hægt væri að gera rangt þegar hann framkvæmdi aðgerðina á Mary. Duntsch var sviptur læknaleyfi sínu árið 2013 og handtekinn í júlí 2015 þegar rannsókn hafði leitt í ljós fleiri sambærileg dæmi.

Verjendur hans reyndu að færa rök fyrir því að Duntsch væri ekki sérstaklega hæfur skurðlæknir, en hann hefði reynt að gera sitt besta við erfiðar aðstæður og mikið álag.

Saksóknarar bentu þó á tölvupósta sem Duntsch hafði sent frá sér árið 2011 þar sem hann sagðist vera „eitthvað á milli þess að vera guð, Einstein og sjálfur antikristur“ og væri „…tilbúinn til að verða „kaldrifjaður morðingi“.

„Á einhverjum tímapunkti hlýtur hann að hafa gert sér grein fyrir því að það sem var að gera var glæpsamlegt,“ sagði saksóknari málsins.

Duntsch starfaði lengst af á sjúkrahúsum í Dallas og nágrenni borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum