fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Heildarlaun karla rúmlega 21 prósent hærri en kvenna

Staðfest að konur konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf

Auður Ösp
Laugardaginn 18. febrúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef sendar eru út eins umsóknir um starf, önnur merkt karli en hin konu, þá sé umsækjandinn með karlmannsnafnið almennt talinn hæfari. Karlmönnum er af þessum sökum boðin hærri laun. Konur eru einnig líklegri en karlar til að taka fyrsta launatilboði sem býðst, meðan karlar geri frekar gagntilboð um hærri laun.

Þetta kemur fram í frétt á vef Velferðarráðuneytisins í gær en þar er vitnað í skýrslu frá árinu 2015 sem ber heitið „Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Staðreyndir og staða þekkingar“

Fjöldi launakannana og rannsókna liðinna ára og áratuga staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði er staðreynd hér á landi, þótt deilt sé um hve munurinn er mikill.Fjölmargar kannanir og rannsóknir hafi verið gerðar á kynbundnum launamun hér á landi á undanförnum árum og áratugum sem allar eigi sammerkt að mæla slíkan mun konum í óhag, þótt hann sé mismikill eftir könnunum. Er þá átt við þann launamun sem eftir stendur óútskýrður þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra ástæðna sem skýrt geta mun á launum, svosem. starfshlutfalls, fjölda vinnustunda, vinnutíma, menntunar, mannaforráða og svo framvegis.

Fram kemur að launarannsókn Hagstofu Íslands frá árinu 2015 sýni að þegar borin eru saman regluleg laun karla og kvenna, það er að segja laun fyrir dagvinnu, hafa karlar að jafnaði 17,4 prósent hærri laun að meðaltali en konur. Í þessum samanburði er ekki leiðrétt fyrir launamun sem skýra má með málefnalegum breytum, s.s. menntun og mannaforráðum o.fl. Þegar horft er til heildarlauna mælist munurinn enn meiri, eða 21,5 prósent körlum í vil.

Athygli vekur að óleiðréttur launamunur eykst með aldri. Einnig kemur fram að fleiri konur en karlar eru með háskólapróf en karlar hafa mannaforráð í meira mæli. Í aldurshópnum 18–27 ára á almennum markaði voru karlar með 5 prósent hærri laun en konur, en munurinn var aftur á móti orðinn 23 prósent í aldurshópnum 58–67 ára. Konur á opinbera markaðnum í aldurshópnum 18–27 ára voru með 3 prósent hærri laun en karlar í sömu stöðu, en launamunurinn var hins vegar 22 prósent körlum í vil í elsta aldurshópnum.

Jafnt íslenskar og aðrar norrænar rannsóknir leiða í ljós að kynskiptur vinnumarkaður er ein helsta skýringin á launamun karla og kvenna, þar sem hefðbundin kvennastörf eru lægra launuð en hefðbundin karlastörf og þar sem karlar eru líklegri til að fara ofar í valdastiga atvinnulífisins en konur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“