fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Tvær konur sjá eftir að hafa stolið frá Hjálpræðishernum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær konur hafa verið dæmdar fyrir að stela miklu magni af fötum frá Hjálpræðishernum á Akureyri. Konurnar voru ákærðar þann 11. janúar en þjófnaðurinn átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október 2016.

Konurnar fóru saman í fatasöfnunarkassa hjá Hertex en kassinn er á vegum fata- og nytjamarkaðar á vegum Hjálpræðishersins við Hrísalund 1 B á Akureyri. Þar stálu þær miklu magni af fatnaði. Hjálpræðisherinn fær fatnaðinn að gjöf og selur til að fjármagna starfsemi félagsins. Konurnar sáust á eftirlitsmyndavél.

Konurnar játuðu brot sín. Þær hafa ekki áður gerst brotlegar við lög. Sögðust þær báðar sjá eftir að hafa stolið frá Hjálpræðishernum. Konurnar hlutu skilorðsbundin dóm og þurfa að greiða rúmar 200 þúsund í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt