fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Rakel fann Tinnu en eigendurnir íhuga að gefa björgunarsveit fundarlaunin

Segja hryllilegt að hugsa til þess að einhver hafi drepið Tinnu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 27. janúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var mikið áfall að fá þær fréttir að Tinna hefði fundist og þá sérstaklega með þessum hætti. Það er augljóst að einhver hefur komið henni þarna fyrir og haft fyrir því að setja þungan stein ofan á hana. Það er í raun hryllilegt til þess að hugsa að einhver hafi mögulega vitað um afdrif Tinnu allan þennan tíma á meðan hundruð einstaklinga voru úti að leita, jafnvel allan sólarhringinn. Það er ótrúleg mannvonska,“ segir Ágúst Ævar Guðbjörnsson, annar eigenda Tinnu.

DV birti í morgun viðtal við Rakel Björk Pétursdóttur sem gekk fram á hræ Tinnu í byrjun vikunnar. „Aðkoman var frekar ógeðfelld og ég barðist eiginlega við tárin. Ég lokaði augum hennar og munni til þess að bærilegra væri fyrir eigendurna að sjá hana. Ég er bara fegin að ég var með yngsta barnið mitt með mér en ekki dætur mínar sem eru 4 og 5 ára gamlar. Ég hefði ekki viljað að þær yrðu vitni að þessu,“ sagði Rakel Björk, sem að eigin sögn er mikill dýravinur en hún á tvo ketti og einn hund. Þá kom fram í viðtalinu að hún sæktist eftir fundarlaununum sem í boði voru, 300 þúsund krónum.

Rakel Björk gekk fram á hræ tíkurinnar þegar hún var í göngutúr með þriggja mánaða son sinn.
Rakel Björk Pétursdóttir Rakel Björk gekk fram á hræ tíkurinnar þegar hún var í göngutúr með þriggja mánaða son sinn.

Að sögn Ágústar Ævars hefur lögreglunni verið gert viðvart varðandi fund hræsins og nú er verið að reyna að fá upptökur úr myndavélum í nærliggjandi húsum til þess að varpa ljósi á málið. Þá hafa eigendur Tinni í hyggju að koma fundarlaununum á góðan stað. „Við erum að íhuga að greiða fundarlaunin til Björgunarsveitarinnar á Suðurnesjum. Hjálp þeirra var ómetanleg,“ segir Ágúst Ævar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir