fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Skiptar skoðanir um pelsagjöf PETA: Snilldarframtak eða siðlaus gjörningur?

Dýraverndunarsamtökin gefa Fjölskylduhjálp Íslands 200 pelsa

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýraverndunarsamtökin PETA, sem meðal annars berjast gegn framleiðslu á fatnaði sem framleiddur er úr loðdýrum, hafa ákveðið að gefa Fjölskylduhjálp Íslands 200 pelsa að gjöf.

Pelsarnir verða merktir sérstaklega með bleikum lit en tilgangurinn með því er að fólk geti ekki selt þá áfram. „Við viljum ekki að þessir pelsar verði seldir áfram því að þeir einu sem geta mögulega verið í þeim er fólk sem er í mikilli þörf og myndi annars láta lífið í nístingskuldanum úti,“ sagði Sonul Badiani-Hamment, baráttukona hjá PETA, í samtali við RÚV í gær.

Pelsarnir eru sagðir koma frá fólki sem vill ekki nota þá lengur, en fatnaður af þessu tagi er rándýr og geta minkapelsar kostað nokkur hundruð þúsund krónur. Ásgerður Jóna sagði í frétt RÚV að PETA hafi haft samband um mánaðamótin nóvember/desember og boðið henni pelsana. „Og mér fannst þetta mjög frábært og ég er þakklát PETA fyrir að koma og hjálpa okkur að aðstoða aðra.“

Margir hafa tjáð sig um málið á Facebook og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar, þótt heldur fleiri gagnrýni þessa ákvörðun PETA og Fjölskylduhjálparinnar. Sumum finnst hugmyndin snilldarleg – þarna sé verið að koma góðum og hlýjum fatnaði til þeirra sem á þurfa að halda og breytir þá engu hvort hann sé merktur sérstaklega. Heldur fleiri benda hins vegar á að þarna sé verið að merkja þá sérstaklega sem eru heimilislausir.

Hér að neðan má sjá brot af umræðunum á Facebook:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda