fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Silicor Materials vildi ekki að samningar tækju gildi

Samþykkt að fresta gildistöku samninga um lóð undir sólarkísilverksmiðju á Grundartanga

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. desember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Faxaflóahafna ákvað á föstudag að seinka gildistöku samninga við Silicor Materials um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga undir sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins. Forsvarsmenn Silicor fóru fram á lengri frest og hafa nú til 20. janúar en samningarnir áttu að taka gildi á fimmtudag. Þann 20. janúar fer fyrsta greiðsla lóðargjalda fyrirtækisins á gjalddaga en 100 milljarða króna verksmiðja þess er ekki fullfjármögnuð.

„Það var samþykkt að veita lengri frest og það sem tekur við er bið eftir frekari upplýsingum frá þeim. Forsvarsmenn Silicor komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðunni og niðurstaðan varð sú að fresta þessu til 20. janúar. Málið er ekki fullklárað en nú hafa þeir liðlega mánuð í viðbót til að koma með frekari fréttir hvernig sem svo stjórnin höndlar það þegar að því kemur,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við DV.

Bíða eftir Silicor

Samningar Faxaflóahafna og Silicor Materials um úthlutun lóðar, lóðarleigu og afnot af höfninni á Grundartanga áttu upphaflega að taka gildi 1. apríl síðastliðinn. Þeir voru undirritaðir í apríl 2015 en bandaríska fyrirtækið hóf viðræður um lóðina árið 2013. Þá stóð til að framkvæmdir við 121 þúsund fermetra verksmiðjuna hæfust haustið 2015. Fjármögnunin hefur aftur á móti dregist og síðustu tilkynningar Silicor um þann hluta verkefnisins birtust í september í fyrra þegar fyrri hluta hlutafjáröflunar fyrirtækisins lauk. Var þá gert ráð fyrir að seinni hlutanum lyki um mitt þetta ár með lánsfjármögnun Þróunarbanka Þýskalands KfW og annarri umferð hlutafjársöfnunar.

„Þetta er mjög stórt verkefni og því ekki óeðlilegt að það taki sinn meðgöngutíma. Hins vegar vega menn og meta núna í framhaldinu þær upplýsingar sem koma fram en ég reikna nú ekki með miklu fyrir jól, en að upp úr áramótum fari að glitta í eitthvað sem skiptir máli í þessu. Við höfum ítrekað að á meðan þessi staða er uppi, að samningarnir hafi ekki formlega tekið gildi, að þá erum við búnir að undirbúa okkur en förum ekki af stað með neitt fyrr en allt er klárt,“ segir Gísli.

Dómsmál í gangi

Hafnarstjórinn sagði í samtali við DV í apríl að seinkun á gildistöku samninganna hafi lítil áhrif á Faxaflóahafnir þar sem ekki verði farið í neinar framkvæmdir eða fjárútlát vegna lóðarinnar fyrr en allir samningar verða fyrirvaralausir. Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. mars síðastliðinn að helstu samningar um fjármögnun verksmiðjunnar væru á lokastigi. Síðan þá hefur komið fram að Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli sem Kjósarhreppur og bændur í Hvalfjarðarsveit höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Í því dómsmáli er reynt að fá hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Ekki náðist í Davíð Stefánsson, talsmann og stjórnarmann í Silicor Materials Iceland Holding hf., við vinnslu fréttarinnar. Davíð sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðastliðnum að viðræður við Landsvirkjun um þau 20 til 25 megavött (MW) sem fyrirtækinu vantar gengju illa. Silicor hefur samið við Orku náttúrunnar um 40MW.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar