fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Aldrei fleiri flutt frá Svíþjóð

Rúmlega fimmtíu þúsund fluttu frá Svíþjóð á síðasta ári

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. október 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fimmtíu og sex þúsund manns fluttu frá Svíþjóð á síðasta ári. Aldrei áður í sögu Svíþjóðar hafa jafn margir flutt frá landinu.

Dagens Nyheter fjallar um þetta og bendir á að þetta sé meiri fjöldi en metárið 1887 þegar 50.786 fluttu frá Svíþjóð. Þá fluttu flestir til Vesturheims í leit að betra lífi líkt og gerðist á Íslandi á sínum tíma.

Það sem vegur á móti er hins vegar sú staðreynd að íbúafjöldi Svíþjóðar á þeim tíma var mun minni en hann er í dag. Árið 1887 voru Svíar 4,73 milljónir en eru í dag 9,85 milljónir.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að ástæðan fyrir þessum mikla fjölda brottfluttra á síðasta ári sé sú að margir, sem eiga rætur sínar að rekja til annarra landa, ákváðu að flytja heim á síðasta ári. Þannig fæddust 24 prósent þeirra 55.830 sem fluttu frá Svíþjóð á síðasta ári í Asíu á meðan 10 prósent fæddust í nágrannaríkjum Svíþjóðar á Norðurlöndum. Innan við þriðjungur brottfluttra voru fæddir í Svíþjóð.

Í fréttinni kemur einnig fram að færri Svíar kjósa að reyna fyrir sér í Noregi en oft áður. Áður fyrr kusu margir Svíar að flytja til Noregs, meðal annars í ljósi betri atvinnutækifæra. Frá árinu 2011 hefur Svíum sem flytja til Noregs fækkað um 58 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“