fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Starfsmaður verslunar veitti þjófi eftirför

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2016 18:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á fimmta tímanum í dag eftir að tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni.

Í dagbók lögreglu kemur fram að þjófurinn hafi reynt að hlaupa í burtu en starfsmaður verslunarinnar náði að veita honum eftirför. Hinn grunaði var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðtals.

Upp úr hádegi í dag stöðvaði lögregla ökumann í Hlíðunum vegna gruns um að hann æki sviptur ökuréttindum. Sá grunur reyndist á rökum reistur en í dagbók lögreglu kemur fram að þetta sé í fimmta skiptið sem maðurinn er stöðvaður fyrir akstur án ökuréttinda.

Rétt fyrir klukkan þrjú í dag var karlmaður stöðvaður á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg grunaður um ölvun við akstur. Var hann talsvert ölvaður og þurftu lögreglumenn á vettvangi að meðal annars að styðja hann út úr bifreiðinni og yfir í lögreglubifreiðina. Var hann fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku og var frjáls ferða sinna að henni lokinni.

Rétt fyrir klukkan 14 í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna umferðarslyss við Stekkjarbakka í Breiðholti. Að sögn lögreglu hafði vespu verið ekið í veg fyrir fólksbifreið. Var farþegi á vespunni og hlutu ökumaðurinn og farþeginn minniháttar hrufl eftir að hafa fallið af vespunni. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni.

Tvö þjófnaðarmál, til viðbótar við málið sem fjallað er um hér fremst í fréttinni, komu á borð lögreglu í dag, bæði í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Annarsvegar var tilkynnt um hnupl úr áfengisverslun en hinsvegar um hnupl í stórmarkaði.

Loks var tilkynnt um eld í leiktækjum við skóla í Breiðholti á fimmta tímanum í dag. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins og varð eitthvað tjón á leiktækjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum